Back to All Events

Leiðsögn um sýningu

 • Gerðuberg 3 Gerduberg Reykjavík Iceland (map)
Leiðsögn.jpg

Dagsetning: 6. október
Staðsetning: Í sýningarrými Gerðubergs á fyrstu hæð
Tímasetning: kl. 15:00 (3) - kl. 16:00 (4)
Aðgengi: Grænt. Mjög gott.


Sunnudaginn 6. október mun sýningarstjóri samsýningar Listar án landamæra 2019, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, vera með leiðsögn um sýninguna. Sagt verður bæði frá verkunum á sýningunni sem og listamönnunum sem sýna. 

Á sýningunni er sjónum sérstaklega beint að þrívíðum verkum og verkum sem teygja sig úr hinu tvívíða yfir í hið þrívíða. Þannig má sjá teikningar sem lifna við í leirverkum, málaðar ofurhetjur og skúlptúra sem líkja eftir aukahlutum þeirra, fígúrur sem hafa verið skornar útí tré og prjónaðar í teppi og lifandi blóm sem hafa verið ræktuð upp af fræi og eftirmyndir þeirra sem skornar eru út í við. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt og er þeim ætlað að sýna alla þá breidd sem listamennirnir spanna.


Sýnendur eru: 

 • Atli Már Indriðason

 • Einar Baldursson

 • Erla Björk Sigmundsdóttir

 • Gígja Garðarsdóttir

 • Guðlaug Elísabet Jónatansdóttir

 • Guðmundur Stefán Guðmundsson

 • Guðrún Lára Aradóttir

 • Hanný María Haraldsdóttir

 • Halldóra Sigríður Bjarnadóttir

 • Kristján Ellert Arason

 • Lára Lilja Gunnarsdóttir

 • Matthías Már Einarsson

 • Sindri Ploder

 • Pálína Einarsdóttir

 • Þórunn Klara Hjálmarsdóttir

 • Ýr Jóhannsdóttir


Earlier Event: October 5
Haltur leiðir blindan