Back to All Events

Lokatónleikar

  • Gerðuberg 3 Gerduberg Reykjavík Iceland (map)
Lokatónleikar.jpg

Dagsetning: 19. október

Staðsetning: Í hátíðarsal Gerðubergs á annari hæð - Berg
Tímasetning: kl. 15:00 (3) - kl. 16:00 (4)

Aðgengi: Grænt. Mjög gott.

Bjöllukórinn mun halda lokatónleika Listar án landamæra laugardaginn 19. október kl. 15:00 í Gerðubergi. Á tónleikum kórsins verða meðal annars flutt íslensk þjóðlög, lag eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Þórarinsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Braga Valdimar Skúlason. Þátttakendur í ritlistasmiðju munu einnig lesa úr verkum sínum á tónleikunum. 

Um Bjöllukórinn
Bjöllukór Tónstofu Valgerðar var stofnaður haustið 1997 af Valgerði Jónsdóttur. Í kórnum eru nú 12 meðlimir og sækja flestir þeirra einnig einkatíma í söng og hljóðfæraleik af ýmsu tagi í Tónstofunni. Bjöllukórinn hefur eflst ár frá ári og tekið þátt í spennandi verkefnum sem útheimta margskonar færni. Efnisskrá kórsins er fjölbreytt og hljómur hans einstakur. Kórinn hefur gefið út tvo hljómdiska, annarsvegar Hljómfang árið 2012 og hinsvegar Hljómvang árið 2017.

Bjöllukórinn hefur komið fram með tónlistarmönnum á borð við Möggu Stínu, Sigur Rós og Retro Stefsson. Bjöllukórinn hefur einnig tekið þátt í mörgum samstarfsverkefnum og má þar nefna setningu Listahátíðar í Reykjavík árið 2014 í samstarfi við Högna Egilsson, verki Ólafs Ólafssonar og Libia Castro „Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland“ og norrænu og baltnesku samstarfsverkefnunum  „Kenndu mér norræn og baltnesk barnalög“ og „Deilum menningararfinum í listsköpun“. Í september sl. tók Bjöllukórinn þátt í tíu ára afmælishátíð Pascal Norge. Bjöllukórinn hefur einnig hlotið fjölda viðurkenninga og var hann ásamt Tónstofunni handhafi kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra árið 2010.

Í Bjöllukórnum er listafólkið:

Ásdís Ásgeirsdóttir, Auðun Gunnarsson, Gísli Björnsson, Gauti Árnason, Ólafur Snævar Aðalsteinsson, Edda Sighvatsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Rut Ottósdóttir, Ástrós Yngvadóttir, Hildur Sigurðardóttir, Erna Sif Kristbergsdóttir, og Íris Björk Sveinsdóttir.

Stjórnandi er Valgerður Jónsdóttir