Back to All Events

Opnunarhátíð Listar án landamæra

 • Gerðuberg 3 Gerduberg Reykjavík Iceland (map)
List án landamæra - mynd Atli Már.jpg

Opnunarhátíð Listar án landamæra fer fram í Gerðubergi laugardaginn 5. október kl. 15:00 (3). List án landamæra verður haldin dagana 5. til 20. október og samanstendur dagskráin bæði af viðburðum í Gerðubergi og utan-dagskrá viðburðum sem teygja sig út fyrir höfuðborgarsvæðið.


Dagskrá Opnunarhátíðarinnar verður glæsileg að vanda.

 • Eliza Reid, forsetafrú, mun setja hátíðina og veita Atla Má Indriðasyni viðurkenningu sem listamanni Listar án landamæra 2019

 • Bjöllukórinn flytur tónlist

 • Kolbeinn Jón Magnússon og Sigurður Reynir Ármannsson flytja gjörning

 • Flutt verður brot úr Fegurð í mannlegri sambúð, nýtt verk eftir Ásrúnu Magnúsdóttur, Gunni Martinsdottur Schlüter og Olgu Sonju Thorarensen

 • Kynnar verða Katrín Guðrún Tryggvadóttir, þáttagerðarkona úr Með okkar augum og Jafet Máni dagskrágerðarmaður á Rúv núll


Opið verður í innsetningu Báru Halldórsdóttur, Haltur leiðir blindan, á fyrstu hæð í Gerðubergi.
Einnig verða ýmis vídjóverk sýnd á víð og dreif um húsið.

Samhliða opnunarhátíðinni opnar einnig samsýning listamanna sem mun standa yfir í Gerðubergi alla daga Listar án landamæra. 

Sýnendur á samsýningunni eru: 

 • Atli Már Indriðason

 • Einar Baldursson

 • Erla Björk Sigmundsdóttir

 • Gígja Garðarsdóttir

 • Guðlaug Elísabet Jónatansdóttir

 • Guðmundur Stefán Guðmundsson

 • Guðrún Lára Aradóttir

 • Hanný María Haraldsdóttir

 • Halldóra Sigríður Bjarnadóttir

 • Kristján Ellert Arason

 • Lára Lilja Gunnarsdóttir

 • Matthías Már Einarsson

 • Sindri Ploder

 • Pálína Einarsdóttir

 • Þórunn Klara Hjálmarsdóttir

 • Ýr Jóhannsdóttir

Earlier Event: September 19
Nornir og englar | Hlutverkasetur
Later Event: October 5
List án landamæra - Samsýning