Guðrún Bergsdóttir
2011

 
 

Guðrún á opnun á sýningu í Hafnarborg

Guðrún Bergsdóttir var valin listamaður hátíðarinnar árið 2011.

Texti úr sýningarskrá hátíðarinnar árið 2011:
Guðrún stundaði nám við Öskjuhlíðaskóla og hefur sótt fjölda námskeiða hjá Fullorðinsfræðslu fatlaðra, nú Fjölmennt, í textíl og saumum. Hún hefur haldið einkasýningar á verkum sínum, m.a. í Gerðubergi og á Mokka og tekið þátt í samsýningum. Um síðustu aldamót hóf Guðrún að skapa sjálf sínar eigin myndir í stað þess að fylgja mynstrum en áður hafði hún unnið slíkar myndir með túss.

Guðrún skissar ekki heldur skapar myndverk sín jafnóðum á útsaumsfletinum, stærð strigans ákvarðar ytri mörk þeirra. Á myndfletinum eru það síðan þráður og nál sem feta sig áfram uns myndin er fullkomnuð. Óvenjulegt er að sjá útsaumsverk sem eru jafn lifandi og verk Guðrúnar.

Myndir hennar einkennast af sterkri hrynjandi lita og forma, myndbyggingin er iðulega opin þannig að hver myndheimur virðist hluti af stærri heild. Útsaumur Guðrúnar tengist málverki sterkum böndum, svo lífræn eru formin, lifandi línan og litrófið blæbrigðaríkt

 

 

Brot af verkum Guðrúnar