Listafólk Hátíðarinnar
Árlega velur hátíðin listamanneskju ársins og stundum líka listhóp ársins. Frá árinu 2024 hefur hátíðin einnig veitt heiðurs- og hvatningarverðlaun til einstaklinga og hópa.
Listamanneskja og listhópur ársins fá sérstakan heiðursess á hátíðinni það árið og verk þeirra eru notuð í kynningarefni um hátíðina.
Hátíðin auglýsir eftir tilnefningum á fyrri hluta árs og fer sérstök valnefnd yfir allar tilnefningar og umsóknir.
Öll mega tilnefna listamanneskju og/eða -hóp úr hvaða listgrein sem er. Athugið að það er alveg velkomið að senda inn tilnefningu fyrir sig sjálf í eigin nafni.