Listamanneskja hátíðarinnar
Árlega auglýsir hátíðin eftir tilnefningum til listamanneskju og/eða listhóps ársins. Hátíðin getur einnig tilnefnt heiðurslistamanneskju úr þeim hópi, svo og hvatningarverðlaun til einstaklings eða listhóps.
Öllum er frjálst að tilnefna fatlaða listamanneskju og allar listgreinar koma til greina.
Sérstök valnefnd ákveður síðan hvaða listamanneskja mun skipa sérstakan heiðurssess á komandi hátíð.
OPINBER DAGSKRÁ
Listrænn stjórnandi velur öll atriði inn á opinbera dagskrá Listar án landamæra.
Opinber dagskrá fer fram á hverju hausti í Reykjavík.
UTAN HÖFUÐBORGAR-SVÆÐISINS
Viðburðir í nafni Listar án landamæra eru oft haldnir utan höfuðborgarsvæðisins og hátíðin hefur verið haldin sérstaklega í sumum landshlutum.