LIST ÁN LANDAMÆRA

List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks. Hátíðin er haldin á hverju ári í október.

Hátíðin sýnir öll listform og stendur fyrir samstarfi á milli listamanna. 

Hátíðin hefur skapað sér sérstöðu innan menningarlífsins á Íslandi. 

Á hverju ári vita fleiri um gildi hátíðarinnar í samfélaginu. 

Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur. 

Hann hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum.

Hátíðin hefur stuðlað að samstarfi á milli ólíkra hópa. 

Hátíðin hefur verið í samstarfi við listasöfn, starfandi listafólk, leikhópa og tónlistarfólk. 

Hátíðin hefur hvatt til umræðu um ímynd fatlaðra listamanna í listum og list fatlaðra. 

Meðal annars í samvinnu við Háskóla Íslands, Þjóðminjasafnið og Norræna húsið. 

List á landamæra leggur áherslu á að list fatlaðs listafólks sé metin til jafns við aðra list.

List án landamæra hlaut Múrbrjót Þroskahjálpar árið 2009 og var tilnefnd til Hvatningaverðlauna ÖBÍ árið 2011. 

Árið 2012 fékk List án landamæra Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar.


 
DSCF7396.JPG