Handverksmarkaður í Ráðhúsinu
Nov
4
to Nov 5

Handverksmarkaður í Ráðhúsinu


FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR

List án landamæra mun standa fyrir handverksmarkaði helgina 4. - 5. nóvember 2023 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Komið og verslið inn í jólagjafir beint frá lista- og handverksfólki!

HVAR

Ráðhús Reykjavíkur

HVENÆR

13:00-17:00 (1-5) laugardag 4. nóvember

13:00-17:00 (1-5) sunnudag 5. nóvember

Við hvetjum allt fatlað listafólk til að skrá sig og selja verkin sín (prjón, teikningar, málverk, saumaskapur, kerti, leirmuni, skartgripi eða hvað er sem þú býrð til sjálf/ur/t)

Vilt þú selja verkin þín á markaðnum?

Eyðublað til að skrá sig má finna HÉR

AÐGENGI

Aðgengi í Ráðhúsi Reykjavíkur er GRÆNT: Blátt bílastæði nálægt inngangi og í bílakjallara, lyfta og aðgengilegt salerni.

//

Art without borders will host a craft market on the weekend of November 4 - 5, 2023 in Reykjavík City Hall. Come and shop for Christmas gifts direct from the arts and crafts people!

WHERE

Reykjavík City Hall

WHEN

1pm-5pm (1-5) Saturday 4th November

1pm-5pm (1-5) Sunday 5th November

We encourage all disabled artists to register and sell their work (knitting, drawings, paintings, sewing, candles, pottery, jewelry or whatever you make yourself)

Do you want to sell your works on the market?

A form to register can be found HERE

ACCESSIBILITY

Accessibility in Reykjavík City Hall is GREEN: Blue parking near the entrance and in the basement, lift and accessible toilets.


View Event →
DRAG SYNDROME og félagar í Þjóðleikhúskjallara
Oct
24
8:00 PM20:00

DRAG SYNDROME og félagar í Þjóðleikhúskjallara

Drag Syndrome er draghópur eins og enginn annar. Drag snýst um umbreytingu og um tjáningarfrelsi en Drag Syndrome gengur skrefinu lengra. Í þjóðleikhúskjallarnum mun þetta stórkostlega hæfileikaríka listafólk ásamt góðum gestum víkka sjóndeildarhring okkar með sköpunargáfu sinni og afvopna áhorfendur áreynslulaust með djúpri ást sinni á lífinu.

Koma Drag Syndrome til landsins hefur gríðarlega mikla þýðingu bæði fyrir íslenskt listalíf hvað varðar listrænt gildi og inngildingu og ekki síður er snýr að jafnréttisbaráttu hinsegin fólks, fólks með fötlun, svo ekki sé talað um hvoru tveggja. Þau sýna það og sanna hvernig fjölbreytt flóra fólks getur ekki bara fótað sig í hvaða samfélagi sem er heldur einnig skarað fram úr á sama hátt og annað fólk og verið okkur öllum innblástur um bætt og betra samfélag.

Hópurinn mun bjóða upp á listamannaspjall frá klukkan 16.30 – 18.00 í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem hægt verður að spyrja listafólkið spjörunum úr og eiga gott og uppbyggilegt samtal um listir og inngildingu. Spjallið er ókeypis og opið öllum og ekki þarf að panta miða fyrirfram.

Fyrstir koma fyrstir fá. Takmörkuð sæti í boði.

KAUPA MIÐA

View Event →
AFMÆLIS PARTÝ
Oct
21
7:00 PM19:00

AFMÆLIS PARTÝ

Viltu fagna 20 ára afmæli Listar án landamæra með okkur?

Skráðu þig þá hér!

HVAR?

Í Kolaportinu, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík

HVENÆR?

Laugardaginn 21. október klukkan 19:00-22:00 (7-10)

HVAÐ ER Á DAGSKRÁ?

Boðið verður upp á afmælisköku og fjölbreytt skemmtiatriði!

Listvinnslan, Hljómsveit Fjölmenntar, Embla Ágústsdóttir, DRAG SYNDROME og PÁLL ÓSKAR, endum kvöldið á dansflæði með Ólafi Snævari Aðalsteinssyni

ertu með spurningar?

Ekki hika við að senda spurningar á info@listin.is

Aðgengi í Kolaportinu er GRÆNT: Blá bílastæði nálægt inngangi og aðgengilegt salerni

View Event →
DRAG SYNDROME - WORKSHOP / NÁMSKEIÐ
Oct
20
5:00 PM17:00

DRAG SYNDROME - WORKSHOP / NÁMSKEIÐ

Hvað: WORKSHOP / NÁMSKEIÐ

Hvenær: Föstudaginn 20. október frá 17-20 (5-8)

Hvar: Dansverkstæðið að Hjarðarhaga 47

Fyrir hvern: Öll sem vilja læra meira um performans. Áhersla er lögð á að skapa öruggt rými fyrir fatlað fólk en ófatlað fólk er líka velkomið.

Meira: Föstudaginn 20. október mun Drag Syndrome hópurinn og listræni leikstjóri þeirra Daniel Vais halda námskeið í performansi (leiklist, dans og framkoma).

Fyrstu tveir tímarnir, frá 17-19 fara í að skapa alla vega atriði og klukkan 19.00 er gestum boðið að koma og sjá afraksturinn.

Skráið ykkur hér!

View Event →
Fíflast með fíflum - leið til geðræktar
Sep
16
1:00 PM13:00

Fíflast með fíflum - leið til geðræktar

Fíflast með fíflum - leið til geðræktar

FACEBOOK VIÐBURÐUR

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Fíflast með fíflum - leið til geðræktar.

Listahópur Hlutverkaseturs sýnir verk sem unnin eru út frá hugmyndum um fíflablóm en einnig um þá gleði að fíflast. Myndverk, skúlptúrar, bækur, hannyrðavörur og fleira.

Við fíflumst og skemmtum okkur saman og gerum það sem leið til geðræktar.

Hlutverkasetur er virknimiðstöð þar sem fólk getur valið sér verkefni við hæfi í listasmiðjum og á fjölbreyttum námskeiðum. Innan veggja Hlutverkaseturs er mikið um hæfileikaríkt fólk og á opnuninni þann 16. sept verður Listahópur Hlutverkaseturs með gjörninga í takt við þema sýningarinnar.

Sýningin er hluti af List án landamæra 2023 en Listahópur Hlutverkaseturs var valinn listhópur hátíðarinnar að þessu sinni.

Aðgengi að sýningarsölum er til fyrirmyndar. Við hlökkum til að sjá ykkur öll

LESA NÁNAR UM HLUTVERKASETUR

View Event →
Ef ég væri skrímsli - einkasýning Sindra Ploder
Sep
14
8:00 PM20:00

Ef ég væri skrímsli - einkasýning Sindra Ploder


*Ef ég væri skrímsli*

FACEBOOK VIÐBURÐUR

Á sýningunni eru gestir leiddir inn í mynd- og hugarheim listamannsins Sindra Ploder. Sindri hefur teiknað skrímsli frá tólf ára aldri og notast helst við penna og pappír en hefur í seinni tíð einnig fært teikningar sínar yfir í þrívídd og gert skúlptúra í við, keramik, mósaík og textíl. Verk Sindra eru sum hver sjálfsmyndir, þar sem glettni, dirfska og ögrandi gleði leynir sér ekki. Blikið í augum Sindra endurspeglast í teikningunum sem fanga áhorfandann við fyrstu sýn. Sýningarstjóri er Íris Stefanía Skúladóttir, listrænn stjórnandi Listar án landamæra. Björgvin Ploder og félagar munu leika ljúfa tóna við opnunina.

Sindri Ploder (f. 1997) hefur tekið þátt í fjölda sýninga síðan árið 2016, nú síðast í sýningunni Brot af annars konar þekkingu sem sýnd var í Nýlistasafninu í ársbyrjun. Þá tók Sindri fyrst þátt í samsýningu á vegum List án landamæra árið 2017, þar sem hann vann með hönnuðinum Munda Vonda. Eins tók Sindri þátt í List án landamæra árin 2019, 2020 og 2022, þar sem hann sýndi teikningar, ullarmottu og viðarskúlptúra. Árið 2019 tók hann listaáfanga í Myndlistaskólanum í Reykjavík og var í kjölfarið með verk á samsýningu í skólanum en Sindri hefur síðan verið í listnámi hjá Fjölmennt.

Sýningin stendur til 15. október

NÁNAR UM SINDRA

ATH á sama tíma er opnun haustsýningar Hafnarborgar í ár, Landslag fyrir útvalda.

*Aðengi í Hafnarborg er GRÆNT*

Aðgengi er gott: skábrautir eru við þröskulda, lyftur á milli hæða, aðgengilegt salerni og blátt bílastæði nálægt húsi.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.

View Event →
YFIRTAKA á menningarnótt
Aug
19
2:00 AM02:00

YFIRTAKA á menningarnótt

YFIRTAKA – LIST ÁN LANDAMÆRA 

HVAÐ: Listasmiðjur, samsköpun, danspartý og tónlist  

HVAR: Listasafni Reykjavíkur niðrí bæ, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

HVENÆR: Frá 14-20 (2-8) á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst

HVER: List án landamæra í samstarfi við Hlutverkasetur, Listvinnzluna og Götustrigann

MEIRA:

Listahátíðin List án landmæra var valin “Umbreytir” Reykjavíkurborgar á Menningarnótt í ár og efnir til listaveislu í Hafnarhúsinu. Í Portinu og Fjölnotarými verður fjölbreytt dagskrá og sköpun. Götustriginn, Listvinnzlan og Hlutverkasetur virkja gesti til þátttöku í sköpunargleði. 

Gestum er boðið í tónaflæði, danspartí, samsköpun og listasmiðjur.



DAGSKRÁ / TÍMASETNINGAR


Í PORTINU (með fyrirvara um minniháttar röskun)

14.00 Danspartý með Ólafur Snævar í 15 mínútur

14.15 Spaceharður

15.30 Hallvarður

16.15 Kolla og Salka Snæbrá

17.15 Spaceharður

18.00 Danspartý með Atla Má í 15 mínútur

18.15 Hallvarður

19.15 Kolla og Salka Snæbrá


Í FJÖLNOTARÝMI

14.15-16.00 Listasmiðja Hlutverkasetur

16.15-18.00 Listasmiðja Listvinnzlunnar

20.00-21.00 Danspartý á vegum safnsins með DJ’um 



GÖTUSTRIGINN OG DANSPARTÝ Í PORTINU

Í Portinu mun Götustriginn halda uppi stemningunni með tónlist, listsköpun og dans partý. Þau Spaceharður, Hallvarður og Kolla og Salka Snæbrá, munu sjá um tónlistarflæði sem mun fylla rýmið frá 14.00-20.00 (2-8). 


Í upphafi viðburðar, klukkan 14.00 (2), verður 15 mínútna dans partý leitt af múltítalentinum Ólafi Snævari, en í fyrra leiddi hann danspartý ásamt Happy Studios í Hörpunni við frábærar undirtektir. Í kjölfar danspartýsins byrja smiðjur í Portinu og Fjölnotarýminu. 

Um klukkan 18.00 (6) verður annað danspartý í Portinu sem Atli Már Indriðason mun leiða. Atli Már er myndlistarmaður og gjörningalistamaður og er hluti af Listvinnzlunni. 


Þeir Kalli Youze, Arnór Kári og Karen Ýr bjóða upp á samsköpun á stóra striga í portinu frá klukkan 14.15-20.00. Þar fá öll sem vilja tækifæri til að mála á striga undir leiðsögn þeirra. Kalli Youze er forsprakki Götustrigans og verður á staðnum allan tíma fyrir áhugasama um list og listsköpun. Hann mun segja frá sinni sögu í kjölfar danspartýsins klukkan 14.15 og leiða síðan gesti inn í samsköpun með Götustriganum.




HLUTVERKASETUR OG LISTVINNZLAN Í FJÖLNOTARÝMINU

Í Fjölnotarýminu, sem er á sömu hæð og beint á móti Portinu, mun Hlutverkasetur og Listvinnzlan halda sitt hvora listsmiðjuna. 



HLUTVERKASETUR

/www.hlutverkasetur.is

Öll geta málað - málaðu í mínútu


Frá kl 14.15 (2.15) til 16.00 (4) mun listahópur Hlutverkaseturs leiða listasmiðju þar sem málað er með akrýlmálningu á striga. Öll sem taka þátt mála sama verkið. Málaðu í mínútu og sjáðu hvernig verkið breytist þegar margar hendur vinna saman. Listafólk Hlutverkaseturs aðstoðar og einnig verður hægt að teikna og tússa.


Eftir smiðju Hlutverkaseturs klukkan 16.00 tekur Listvinnzlan við.



LISTVINNZLAN
www.listvinnslan.is

Teikniupplifun og lifandi tónlist


Listvinnzlan býður þér að taka þátt í teikniupplifun sem hentar öllum.
Frá klukkan 16.15 (4.15) til 18.00 (6) mun listafólkið Atli Már Indriðason, Elín S.M. Ólafsdóttir aka. ESMÓ, Gígja Garðarsdóttir, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Þórir Gunnarsson aka. Listapúkinn og Margrét M. Norðdahl leiða listasmiðju á meðan Gísli Björnsson orgelleikari leikur ljúfa tóna á píanó.

Það er algengur misskilningur hjá mörgum að þau geti ekki teiknað eða séu léleg í list.
Það er alls ekki rétt, ekkert vera að spá í því.
Komdu bara og prófaðu, teiknaðu eftir uppstillingu eða lifandi tónum, eða komdu og njóttu eins og þér hentar, við styðjum þig!
Hægt er að staldra stutt við eða vera allan tímann.


Listfólk: 

Arnór Kári Egilsson

Atli Már Indriðason

Elín S.M. Ólafsdóttir (ESMÓ)

Geirharður Þorsteinsson (Spaceharður)

Gígja Garðarsdóttir

Gísli Björnsson

Hallvarður Ásgeirsson

Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir

Karl Kristján Davíðsson (Kalli Youze)

Kolbrún Guðmundsdóttir 

Margrét Norðdahl

Ólafur Snævar Aðalsteinsson

Salka Snæbrá

Sigrún Huld Hrafnsdóttir

Þórir Gunnarsson (Listapúkinn)

Listahópur Hlutverkaseturs


Verkefnastjórn: List án landamæra



AÐGENGI

Aðgengi á safninu er gott. 


Hér er hægt að lesa meira um aðgengi á Menningarnótt: https://reykjavik.is/menningarnott/upplysingar

Hér er hægt að sjá götulokanir á Menningarnótt: https://reykjavik.is/sites/default/files/2023-08/menningarnott-2023-kort-is.pdf

View Event →
Allir vegir færir
May
27
to Aug 7

Allir vegir færir

  • Bókasafnið Gerðubergi (map)
  • Google Calendar ICS

Samsýningin ALLIR VEGIR FÆRIR opnar laugardaginn 27. maí klukkan 12.00 í Gerðurbergi. List án landamæra tekur yfir sýningarsalinn yfir allt sumar 2023 og þar verða verk eftir fjölbreyttan hóp listafólks sem mun sýna uppskeru vinnu sinnar síðustu misserin.

Yfir sumarið verða haldnir alls kyns viðburðir tengdir sýningunni.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt getur þú sent okkur póst á listanlandamaera@gmail.com og við munum hafa samband og gefa upplýsingar um næstu skref.

View Event →
Sölusýning í Gallerí Fold
May
13
to May 27

Sölusýning í Gallerí Fold

SÖLUSÝNING í Gallerí Fold

Þann 13. maí klukkan 13.00 opnar stórglæsileg sölusýning í Gallerí Fold. Sýningin mun standa yfir í tvær vikur eða til og með 27. maí.

Vel valið listafólk mun sýna verk sín. Öll hafa þau sýnt á hátíðinni áður og á sýningum og sýningarstöðum innan lands sem utan.

Þetta listafólk er meðal þeirra sem er í framlínunni þegar kemur að listsköpun fatlaðra á Íslandi.

Listafólk sýningarinnar að þessu sinni eru:

Sindri Ploder

Ísak Óli

Matthías Már

Sigrún Huld

Þórir Gunnarsson

Steinar Svan

Gígja Garðarsdóttir

Elín SM Ólafsdóttir

Atli Már Indriðason

Kolbeinn Jón Magnússon

Aðgengi í Gallerí Fold er ágætt. Rampur sem er upp á annan pall gallerísins þar sem salernin eru er fremur brattur og stenst ekki staðla. Sjá myndir og myndbönd í viðburði á facebook fyrir frekari upplýsingar.

View Event →
Ljómar
May
13
to May 21

Ljómar

Velkomin á sýningu nemenda Fjölmenntar laugardaginn 13. maí kl. 14.00 í Mjólkurbúðinni, Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri. Sýningin er opin um helgar frá 14.00-17.00 til og með 21. maí.

List án landamæra fagnar 20 ára afmæli í ár og nemendur í Fjölmennt á Akureyri fagna tímamótunum með sýningunni „Ljómar“.

Á Sýningunni eru verk eftir Helenu Ósk Jónsdóttur, Bjarka Tryggvason, Gunnhildi Aradóttur, Jón Kristinn Sigurbjörnsson, Jón Viðar Valsteinsson, Kristján Jónsson, Magnús Ásmundsson, Sævar Örn Bergsson og Símon Hólm Reynisson.

Sýningastjórar og leiðbeinendur eru Brynhildur Kristinsdóttir og Jonna Jónborg Sigurðardóttir.

View Event →
Nýtt af nálinni
Mar
25
to Aug 13

Nýtt af nálinni

  • Listasafnið á Akureyri (map)
  • Google Calendar ICS

Guðjón Gísli Kristinsson opnar einkasýninguna, Nýtt af nálinni, laugardaginn 25. mars kl. 15 í Listasafninu á Akureyri í salnum Gallery 09. Sýningin stendur frá 25.03.2023 – 13.08.2023 og er Listasafnið á Akureyri opið alla daga frá kl. 12-17.

Guðjón Gísli (f. 1988) sýndi fyrstu útsaumsmyndina sína á sýningu í Sólheimum sumarið 2020 og hefur síðan sýnt á samsýningum Listar án landamæra í Reykjavík og MeetFactory í Prag. Hann vinnur út frá ljósmyndum af raunverulegum fyrirmyndum og teiknar eftir þeim áður en verkið fer á strammann, þar sem það er saumað út af elju og ástríðu. Myndefni Guðjóns Gísla eru ýmist nánasta umhverfi eða íslenskt landslag, en nýlega hefur hann leitað innblásturs í hönnunartímarit og innanhússarkitektúr. Óháð myndefninu má sjá samhljóm í litavali, mynstrum og handbragði.

//

Guðjón Gísli Kristinsson opens his solo show, New approach, Saturday 25st of March at 15.00 in Akureyri art museum in the hall Gallery 09.

Duration is from 25.03.2023 – 13.08.2023. Akureyri Art Museum is open daily from 12 noon - 5 pm.
Guided tour in English every Thursday at 12.30 pm.

Guðjón Gísli Kristinsson (born 1988) showed his first embroidery at an exhibition in Sólheimar 2020 and has since participated in Art Without Borders group exhibitions in Reykjavík and MeetFactory in Prag. In his art creations he uses photographs of which he first makes a drawing and then does the needlepoint onto the woven material – with passion and diligence. Kristinsson‘s subject matter is either his closest surroundings or Icelandic landscape, although his most recent works are inspired by design magazines and interior design. Independent of the motifs one can see harmony in his color palette, patterns, and technique.

View Event →
BROT AF ANNARS KONAR ÞEKKINGU / FRAGMENTS OF OTHER KNOWLEDGE
Jan
26
to Mar 5

BROT AF ANNARS KONAR ÞEKKINGU / FRAGMENTS OF OTHER KNOWLEDGE

HVAÐ:

Myndlistarsýningin BROT AF ANNARS KONAR ÞEKKINGU / FRAGMENTS OF OTHER KNOWLEDGE

HVAR:

Í NÝLÓ (Nýlistasafninu) Grandagarði 20, 101 Reykjavík

HVANÆR:

Fimmtudaginn 26. janúar Kl. 17-20 (5-8) er sýningar opnun en sýningin stendur yfir til 5. mars 2023.

HVER TAKA ÞÁTT:

Listafólkið: Julie Béna, Guðrún Bergsdóttir, David Escalona, Rósa Gísladóttir, Juliana Höschlová, Tomáš Javůrek & Screen Saver Gallery, Eva Koťátková, Guðjón Gísli Kristinsson, Marie Lukáčová, Michael Nosek, Claire Paugam, Sindri Ploder, Adéla Součková, Vladimír Turner, Aleksandra Vajd & Anetta Mona Chiṣa

Sýningastjórarnir: Tereza Jindrová & Eva B. Riebová

MEIRA UM SÝNINGUNA:

Sýningin Brot af annars konar þekkingu stiklar á stóru í þriggja ára rannsóknarverkefninu og sýningarröðinni Annars konar þekking sem hófst í MeetFactory galleríinu í Prag, Tékklandi. Hún státar af verkum völdum af Terezu Jindrová og Evu B. Riebová og beinir sjónum að auðkennandi verkum sem hafa verið sýnd á þeim tíu sýningum sem hafa heyrt undir Annars konar þekking.

Þemu sýningarinnar eru meðal annars andleg málefni; breytt ástand vitundar og hugvíkkandi efni; viska bundin við náttúru og samfélög fólks, „venjuleiki“ og stofnanavæðing; hugsun og reynsla miðluð með líkamanum; handverk og hæglætislífstíll tengdur því; heimssýn fólks með skyn- eða líkamlegar fatlanir; uppgötvun og ævintýri; gervigreind og síðast en ekki síst, listrænar rannsóknir sem sérstök tegund þekkingar.

Sýningin í Nýlistasafninu, sem varð að veruleika með stuðningi Listar án landamæra, dregur öll þessi ólíku umfjöllunarefni saman á einn stað. Hún býður að mestu leyti upp á verk tékknesks listafólks sem mörg hver voru pöntuð beint af MeetFactory Gallery. Að auki inniheldur sýningin þónokkur verk eftir íslenskt listafólk sem hafa ekki verið hluti af fyrri sýningum í röðinni, en kallast afar vel á við þemun og bæta við nýjum lögum af merkingu

Með stuðningi frá Íslandi, Lichtenstein og Noregi í gegnum EES uppbyggingarstyrkina og menningarmálaráðuneyti Tékklands.

View Event →
Unglist án landamæra
Nov
9
4:00 PM16:00

Unglist án landamæra

Unglist í samstarfi við hátíðina List án landamæra verður með fjölbreyttar og skemmtilegar listsmiðjur með góðum leiðbeinendur sem henta fyrir öll. Í boði verður leikspuni, leikið með liti og málað á striga, og aðstoðað við upptöku á tónlist og hljóðum. Í lokin verður síðan allsherjar Danspartý þar sem góð tónlist mun óma. Viðburðurinn er tækifæri fyrir skemmtilegt samtal og samveru.

Unglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt og upprennandi listafólk. Þar fá skáldskapur og myndsköpun að flæða frjálst í takti við tónlistarveislur, óheftan dans, lifandi leiklist og aðra viðburði þar sem sköpunargleðin er höfð í öndvegi. Unglist er hátíð nýrra strauma og fjölbreytileika. Taktu þátt í ævintýrinu þér að kostnaðarlausu og njóttu töfra listarinnar á viðburðum Unglistar!

Lesið nánar um Unglist og sjáið dagskrána í heild HÉR

//

Unglist in collaboration with the Art Without Borders festival will have diverse and fun art workshops with good instructors suitable for everyone. There will be improvisation, playing with colors and painting on canvas, and assistance with recording music and sounds. At the end, there will be an all-out dance party where good music will resonate. The event is an opportunity for fun conversation and togetherness.

Unglist, the art festival for young people is a platform for young and aspiring artists. There, fiction and visual creation are allowed to flow freely in rhythm with music parties, unrestrained dancing, live theater and other events where the joy of creativity is brought to the fore. Unglist is a celebration of new trends and diversity. Join the adventure for free and enjoy the magic of art at Unglist's events!

Read more about Unglist and see the full program HERE

View Event →
Listmarkaður og fjör í Ráðhúsi Reykjavíkur
Oct
29
1:00 PM13:00

Listmarkaður og fjör í Ráðhúsi Reykjavíkur

Komið að skoða og versla einstök listaverk og handverk á listmarkaði Listar án landamæra í Ráðhúsi Reykjavíkur. Í næsta sal verða skemmtilegar uppákomur yfir allan daginn, gjörningar, plötusnúðar, danssýningar og fleira!

Það verður ókeypis kaffi í boði og kaffihúsastemning, það verður velkomið að setjast til að njóta listarinnar eða ræða málin.

Aðgengi er GRÆNT: Aðgengi er gott. Skábrautir eru við þröskulda, lyftur á milli hæða, aðgengilegt salerni og blátt bílastæði nálægt húsi.

//

Come see and shop for unique works of art and handcrafts at Art Without Borders' Art Market in Reykjavík City Hall. In the next hall there will be fun events throughout the day, performances, DJs, dance shows and more!

There will be free coffee available and a cafe atmosphere, you will be welcome to sit down to enjoy the art or have a chat.

Accessibility is GREEN: Accessibility is good. There are ramps at the thresholds, elevators between floors, an accessible toilet and blue parking near the building.


Viltu selja á markaðnum? Would you like to sell your work?

View Event →
Föstudagsleikhús
Oct
28
4:30 PM16:30

Föstudagsleikhús

- english below -

Tvö frumsamin atriði verða sýnd í hátíðarsal Borgarbókasafnsins í Gerðubergi, annað frá leikhóponum Perlunni og hitt frá leiklistarnámskeiði í Fjölmennt.

Aðgengi er GRÆNT: Aðgengi er gott. Skábrautir eru við þröskulda, lyftur á milli hæða, aðgengilegt salerni og blátt bílastæði nálægt húsi.

//

We welcome you to see two original theatre pieces. One from Perlan Theatre group and the other from Fjölmennt´s theatre program

Accessibility is GREEN: Accessibility is good. There are ramps at the thresholds, elevators between floors, an accessible toilet and a blue parking near the building.

View Event →
Málstofa / Discussion
Oct
26
5:00 PM17:00

Málstofa / Discussion

- english below -

Opin málstofa í hátíðarsal Gerðubergs til að ræða næstu skref í jafnréttisbaráttu fatlaðs fólks í menningarheiminum

Aðgengi er GRÆNT: Aðgengi er gott. Skábrautir eru við þröskulda, lyftur á milli hæða, aðgengilegt salerni og blátt bílastæði nálægt húsi.

//

We welcome you join us for an open panel at the Gerðuberg's assembly hall and discuss the next steps in the fight for equal access to the cultural world from the perspectives of disabled artists

Accessibility is GREEN: Accessibility is good. There are ramps at the thresholds, elevators between floors, an accessible toilet and blue parking near the building.

View Event →
SMIÐJUR - Menningarhúsin í Kópavogi
Oct
22
1:00 PM13:00

SMIÐJUR - Menningarhúsin í Kópavogi

Tvær smiðjur fyrir fólk á öllum aldri

Samvinnumálverk - JAMMING

Á Gerðarsafni

Starfsfólk og listafólk Barvolam - tékknesk vinnustofa fyrir taugsegið myndlistarfólk - koma í heimsókn alla leið frá Prag til þess sýna myndlista sína en líka til þess að búa til myndlist með þér! Þau hjá Barvolam halda reglulega Jamming listasmiðjur þar sem hópur fólks kemur saman og málar stórt samvinnumálverk. Listafólkið sem sýnir á sýningunni “För eftir ferð / Traces from a Trip” verða á staðnum að mála og gestum er boðið að taka upp pensilinn og skilja eftir sig spor á stóra striganum.

Orð og list

Á Bókasafni Kópavogs

Listasmiðja með Kristínu Dóru Ólafsdóttur sem tvinnar saman skrif og teikningu. Nánari lýsing væntanleg!



View Event →
OPNUN - Menningarhúsin í Kópavogi
Oct
20
4:00 PM16:00

OPNUN - Menningarhúsin í Kópavogi

Opnun þriggja myndlistarsýninga

Ræðuhöld og tónlistaratriði í forrými Salarins klukkan 16:00

Veitingar og fögnuður til 18:00

FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR


För eftir ferð / Traces from a trip á Gerðarsafni

Íslenskt og tékkneskt listafólk sem hefur heimsótt hvort annað fram og til baka sýna verk innblásin af kynnum þeirra.

Sýningin er unnin í samstarfi við Barvolam (https://barvolam.cz/en) og er hluti af verkefninu ART30.2 styrkt af EES (https://eeagrants.org)

Sýningin stendur til 27. nóvember

Verk eftir Þórir Gunnarsson Listapúka

Þórir Gunnarsson Listapúki

Sarka Hojakova


Orð í belg á Bókasafni Kópavogs

Á þessari sýningu verða örsögur og ljóð sýnd samhliða myndlist sem er á einhvern hátt undir áhrifum bókmennta, texta eða karaktersköpunar.

Sýningin stendur til 17. nóvember

Sigrún Huld Hrafnsdóttir

Kritín Gunnlaugsdóttir


Vænghaf á Náttúrufræðistofu Kópavogs

Innan um safnmuni Náttúrufræðistofu leynast listaverk sem tengjast dýrum, jurtum eða jarðfræði.

Sýningin stendur til 17. nóvember.

Hanný María Haraldsdóttir

Selma Hreggviðsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir

View Event →
OPNUN - Margir heimar, allskonar líf
Oct
15
1:00 PM13:00

OPNUN - Margir heimar, allskonar líf

Verk eftir Helen Frederiksson

OPNUNARHÁTÍÐ

FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR

Formleg opnun Listar án landamæra verður í BERG salnum á efri hæð Borgarbókasafnsins Gerðubergi.

Það verða ræðuhöld og tónlistaratriði frá klukkan 13:15-13:45

Síðan verður boðið upp á veitingar og myndlistarsýningin Margir heimar, allskonar líf opnar í sýningarsal á neðri hæð bókasafnsins. Húsið verður opið til 17:00. Hægt verður að skoða myndlistasýninguna á opnunartíma bókasafnsins til 26. nóvember.

Aðgengi á Borgarbókasafninu Gerðubergi er GRÆNT. Blá bílastæði eru við húsið, það er lyfta milli hæða og salerni fyrir hreyfihamlað fólk.

Nánar um sýninguna Margir heimar, allskonar líf

Á þessari sýningu viljum við hjá List án landamæra safna saman listafólki með allskonar ólíka sýn á heiminn. Í gegnum listina er hægt að draga fram það sem er fallegt í hversdagsleikanum en líka hægt að gagnrýna og benda á það sem er ekki svo frábært við samfélagið í dag. Það er líka hægt að ímynda sér nýja heima, ævintýra heim eða ímynda sér hvernig framtíðin verður. 

Kveikjan að þemainu er hugmyndin um aðrar víddir, að til séu margir hliðstæðir raunveruleikar. Margar vísindaskáldsögur, kvikmyndir og teiknimyndasögur fjalla um þann möguleika að hoppa milli alheima og hitta sjálfan sig í öðrum heimi. En svo er líka hægt að hugsa sér, til dæmis þegar maður situr í strætó eða kaupir í matinn, að allt fólkið sem maður sér hefur sína flókna og fallegu sögu að segja. Öll upplifum við heiminn á ólíkan hátt, búum á vissan hátt í okkar eigin heimi, en berum samt ábygð til hvors annars og ættum að vinna saman að betri heimi.

Sýningin stendur frá 15. október til 26. nóvember 2022.

Hægt er að sjá opnunartíma Bókasafnsins Gerðubergi hér.

Listafólk

Anne Herzog

Ármann Kummer Magnússon

Arna Dís Ólafsdóttir

Arna Ýr Jónsdóttir

Brynja Guðmundsdóttir

Charlotte Erlandson

Elín S. M. Ólafsdóttir

Gerður Tómasdóttir

Guðmundur Óli Pálmason

Hallur Erlendsson

Helen Fredriksson

Hrafn Hrólfsson

Jóna Lára Ármannsdóttir

Jorinde

Kristjana Jónsdóttir

Lína Rut Wilberg

Maria Isabel Gonzalez Sigurjóns

Nói Gunnarsson

Pascal Fogelberg

Runólfur Ingi Ólafsson

Sara Seremi

Sindri Ploder

Þorbjörg Ester Finnsdóttir

Þórdís Ásgeirsdóttir

View Event →