Leikur og söngur í Iðnó — Tjarnarleikhópur — BjartSýni og fleiri
Nov
2
2:00 PM14:00

Leikur og söngur í Iðnó — Tjarnarleikhópur — BjartSýni og fleiri

Það verður fjör og fjölbreytni á dagskrá Listar án landamæra í Iðnó sunnudaginn 2. nóvember!

Meðal annars koma fram:

Tjarnarleikhópur — listhópur hátíðarinnar 2025

Söngleikurinn sem ekki má nefna

Félagar í Tjarnarleikhópi hafa flest starfað saman að leiklist frá því þau stunduðu saman nám í Borgarholtsskóla á sérnámsbraut, eða í rúm 25 ár. Að námi loknu stofnuðu þau leikhópinn með leiklistarkennara sínum, Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur og skömmu síðar bættist Guðný María Jónsdóttir við sem kennari. Hópurinn fékk fljótlega skjól og vinnuaðstöðu í IÐNÓ og hefur starfað þar æ síðan. Markmið hópsins var að halda áfram að skemmta sér og læra gegnum leiklist og í leiðinni að semja og spinna sýningar.
Leikhópurinn flytur nokkur vel valin lög úr nýja söngleiknum Söngleikurinn sem má ekki nefna.

Kórinn BjartSýni — hvatningarverðlaun listhóps 2025

Kórinn var stofnaður í febrúar á þessu ári og er að mestu skipaður söngfólki í Blindrafélaginu. Stjórnendur eru Stefan Sand og Arnhildur Valgarðsdóttir. Þrátt fyrir stutta tilveru hefur kórinn þegar komið nokkrum sinnum fram, meðal annars á tvennum tónleikum í Hörpu. Bjartsýni mun flytja nokkur vel valin lög.

SIgurlaug Sara Jónsdóttir — hvatningarverðlaun 2025

Sigurlaug Sara er tónskáld og flytjandi. Hún hefur lagt stund á tónsköpun hjá Fjölmennt og sýnt þar mikla sköpunargáfu við að setja tónverk sín yfir á stafrænt form. Sigurlaug er með grunn í píanói og hefur verið að færa út kvíarnar með tilraunamennsku á hljómborði og í upptökum. Hún mun flytja nokkur frumsamin tónverk en hún hefur einnig samið texta og ljóð við sum þeirra. 

Dagbjört Andrésdóttir er klassískt lærð söngkona og mun flytja nokkur einsöngslög á tónleikunum í Iðnó. Dagbjört kemur einnig fram með kórnum BjartSýni, en hún átti frumkvæði að stofnun kórsins. Dagbjört lauk burtfararprófi frá Söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2023, undir leiðsögn Sigrúnar Hjálmtýsdóttur (Diddúar). Í náminu söng hún mörg þekkt sópranhlutverk óperubókmenntanna.

Dagskránni lýkur með DJ og dansi — Ókeypis aðgangur og öll velkomin!

Nánari dagskrá auglýst síðar

Aðgengi í Iðnó er grænt: hjólastólaaðgengi, lyfta milli hæða og aðgengilegt salerni á neðri hæð

View Event →
Markaður — List og handverk
Nov
8
1:00 PM13:00

Markaður — List og handverk

Árlegur list- og handverksmarkaður Listar án landamæra fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur helgina 8.-9. nóvember 2025.

Opið verður frá kl. 13:00 - 17:00 bæði laugardag og sunnudag.

Á boðstólum verður list og handverk eftir fatlað listafólk; listaverk, kerti, skartgripir, prjónavörur, keramík og ýmis gjafavara.

Tónlist og hugguleg stemning — Upplagt að líta við og kaupa jólagjafirnar!

VILTU SELJA VÖRUR Á MARKAÐNUM?

SKRÁÐU ÞIG HÉR

Aðgengi í Ráðhúsi Reykjavíkur er grænt! Blátt bílastæði nálægt inngangi og í bílakjallara, lyfta og aðgengilegt salerni.

View Event →
Markaður — List og handverk
Nov
9
1:00 PM13:00

Markaður — List og handverk

Árlegur list- og handverksmarkaður Listar án landamæra fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur helgina 8.-9. nóvember 2025.

Opið verður frá kl. 13:00 - 17:00 bæði laugardag og sunnudag.

Á boðstólum verður list og handverk eftir fatlað listafólk; listaverk, kerti, skartgripir, prjónavörur, keramík og ýmis gjafavara.

Tónlist og hugguleg stemning — Upplagt að líta við og kaupa jólagjafirnar!

VILTU SELJA VÖRUR Á MARKAÐNUM?

Skráðu þig hér

ERTU MEÐ SPURNINGAR?

View Event →

KONUR - sýningaropnun Óskars Theódórssonar í Gallerí Fold
Oct
18
1:00 PM13:00

KONUR - sýningaropnun Óskars Theódórssonar í Gallerí Fold

Óskar Theódórsson er heiðurslistamaður Listar án landamæra 2025

Hann opnar einkasýningu sína í Gallerí Fold, laugardaginn 18. október nk. og ber sýningin heitið KONUR.

Óskar hefur stundað málaralistina í rúm 40 ár og er enn að mennta sig í myndlistinni. Gömlu meistararnir, Vincent Van Gogh, Paul Gauguin og Sigurður Eyþórsson eru hans helstu fyrirmyndir en konur og rómantík eru hans helsti innblástur.

Sýningin ber nafn með rentu, því megin viðfang Óskars í listinni hafa verið konur. Myndir hans af konum telja í þúsundavís. Þær sýna karakter kvennanna. Myndirnar eru iðulega unnar með olíupastel litum en einnig hefur hann unnið með vatnslit og hefur nýlega byrjað að gera einstakar myndir með akrýlmálningartússpenna. Litirnir í myndunum tákna tilbrigðin í lífinu og lýsa oft áhrifamiklum þáttum og innri og ytri fegurð.

Óskar elskar að ferðast og hefur ferðast víða. Ítalía og Frakkland eru í miklu uppáhaldi en á ferðalögum heilla hann helst myndlistasöfn og plötubúðir. Hann hlustar mikið á tónlist og er alæta á tónlist.

Óskar hefur haldið yfir 30 sýningar, nokkrar þeirra hafa verið á vegum Listar án landamæra og nú síðast tók hann þátt í sýningunni SÖGUR sem var á dagskrá menningar, fræða- og listahátíðarinnar Uppskeru árið 2024.

mynd af konu máluð með olíupastel litum á svartan pappír

Verk eftir Óskar Theódórsson

Aðgengi í Gallerí Fold er ágætt. Aðalinngangur er aðgengilegur en rampur að salerni á annarri hæð er brattur.


View Event →
Elding — sýningaropnun Þóris Gunnarssonar í Hafnarborg
Oct
11
3:00 PM15:00

Elding — sýningaropnun Þóris Gunnarssonar í Hafnarborg

VIð fögnum opnun einkasýningar Þóris Gunnarssonar, Eldingar, í tilefni af því að Þórir er listamanneskja Listar án landamæra 2025.

Á sýningunni leiðir Þórir Gunnarsson, sem gengur einnig undir listamannsnafninu Listapúkinn, okkur inn í myndheim sem er jafnt persónulegur og býr yfir mikilli leikgleði. Þórir sækir innblástur hvaðanæva úr nærumhverfi sínu – svo sem úr strætó- og hlaupaferðum eða náttúrunni – en Þórir hefur óþrjótandi áhuga á mannlífi og íþróttum, bæði sem ötull stuðningsmaður og iðkandi þar sem hann hefur meðal annars tekið þátt í maraþonhlaupum.

Í verkum Þóris má greina eldmóð og lífsneista sem sprettur af vinnusemi, elju og mikilli sköpunarþörf. Þá vinnur hann einkum með teikningu og vatnsliti, þar sem hann nálgast miðlana af forvitni og innsæi. Teikningar sem verða til á ferðalögum hans í strætó verða jafnframt uppspretta verka sem fanga senur úr daglegu lífi og hið síbreytilega augnablik, þar sem lag eftir lag af efni og hugmyndum skapar nýjan veruleika.

Þórir starfar hjá Listvinnzlunni sem listamaður, ráðgjafi og aðstoðarkennari og hefur lagt áherslu á að auka aðgengi fatlaðs fólks að menningu og listnámi. Fyrir það frumkvöðlastarf hlaut hann Múrbrjót Þroskahjálpar árið 2021. Hann hefur einnig verið útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar og sýnt verk sín víða, meðal annars í Norræna húsinu, Gerðarsafni og í Listasafni Reykjavíkur.

Þórir er ekki aðeins myndlistarmaður heldur einnig menningarfrömuður og tónlistarunnandi sem nýtur þess að kynnast fólki og vera í skapandi samfélagi. Með sýningunni býður hann áhorfendum að finna kraftinn sem knýr hann áfram – lífsgleðina, hreyfinguna, sköpunina og samtalið við aðra – líkt og neisti sem lýstur niður og kveikir nýjar hugmyndir.

– Aðgengi í Hafnarborg er GRÆNT
Aðgengi er gott: skábrautir eru við þröskulda, lyftur á milli hæða, aðgengilegt salerni og blátt bílastæði nálægt húsi.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.

---

Opening – Lightning

Saturday October 11th at 3 p.m., we celebrate the opening of Þórir Gunnarsson’s solo exhibition, Lightning, as the featured artist of Art Without Borders 2025.

In this exhibition, Þórir Gunnarsson, also known as Listapúkinn, invites us into a visual world that is both personal and playful. Þórir draws inspiration from all around him – whether from bus rides, nature, or his runs – and he has an inexhaustible passion for sports, both as a devoted fan and marathon runner.

Þórir’s art is full of vitality and spark, shaped by commitment, effort and curiosity. He works extensively with drawing and watercolour, approaching his mediums intuitively. Many works begin as sketches made during bus rides, where his attentive eye captures everyday life and fleeting moments, layering material and ideas into new realities.

Þórir works at Listvinnzlan as an artist, consultant and assistant instructor, emphasising accessibility to culture and art education for people with disabilities. In recognition of this pioneering work, he received the Múrbrjótur award from Þroskahjálp in 2021. He has also been named Artist of the Year by the town of Mosfellsbær and he has exhibited widely, including at the Nordic House, Gerðarsafn and the Reykjavík Art Museum.

Beyond visual art, Þórir is a cultural advocate and music enthusiast who enjoys community and creative exchange. With this exhibition, he invites audiences to feel the force that drives him – joy, movement, creativity and dialogue – like a bolt of lightning that strikes and ignites new ideas.

– Accessibility is GREEN*
Accessibility is good: there are ramps at the thresholds, elevators between floors, an accessible toilet and a blue parking near the building.

Free entry – everyone welcome.

View Event →
SAMFLOT Í LITHEIMA — OPNUN SAMSÝNINGAR Í GERÐUBERGI
Oct
11
1:00 PM13:00

SAMFLOT Í LITHEIMA — OPNUN SAMSÝNINGAR Í GERÐUBERGI

  • Borgarbókasafnið Gerðubergi (map)
  • Google Calendar ICS

Samflot í litheima — sýningaropnun

Sýning Listar án landamæra sameinar verk listafólks, sem hvert á sinn hátt kannar víddir og möguleika litrófsins í ólíkum miðlum. Gestum er boðið að fljóta með inn í litaveröld þar sem abstrakt og fígúratíft mætast, kímni fléttast við kyrrð og furður leynast í hversdagsleika. 

Litir segja sögu án orða, þeir eru orkugjafar sem ferðast um taugakerfið og hver tónn hefur sína merkingu. Sum verk kalla strax til okkar með skörpum, björtum tónum – á meðan önnur bjóða til hægara samtals og leitandi íhugunar. Í samflotinu skynjum við og skiljum ótal sögur, tilfinningar og drauma, sem eru í senn persónulegar og sameiginlegar.


Mynd er eftir Berglindi Hrafnkelsdóttur

Aðgengi í Gerðubergi er grænt – engir þröskuldar, tvöfaldar rennihurðir við inngang, lyfta á milli hæða, aðgengilegt salerni á neðri hæð og merkt bílastæði fyrir framan húsið.

View Event →
Setning og opnunarhóf Listar án landamæra
Oct
9
4:30 PM16:30

Setning og opnunarhóf Listar án landamæra

Setning hátíðar 2025 og opnunarhóf Listar án landamæra

í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök

- Kynning á hátíðardagskrá og listafólk ársins hlýtur viðurkenningar.

- Afhjúpað verður vegglistaverk í anddyri Mannréttindahússins. ÖBÍ réttindasamtökin fengu þau Elsu Jónsdóttur og Björn Loka í hönnunarteyminu Kroti og krassi til að vinna vegglistaverkið. Verkið er byggt á myndlist eftir Snorra Ásgeirsson, heiðurslistamanneskju Listar án landamæra frá árinu 2024.

- BjartSýni, kór Blindrafélagsins, flytur tónlist. BjartSýni hlaut hvatningarverðlaun Listar án landamæra 2025.

- Að lokinni dagskrá verða léttar veitingar á boðstólum.

Aðgengi í Mannréttindahúsinu er Grænt!  – engir þröskuldar, þrjú bílastæði fyrir hreyfihamlaða við húsið, rúmgóð salerni með sjálfvirkum hurðum og lyfta milli allra hæða.

View Event →
Svartir Fuglar
Oct
4
1:00 PM13:00

Svartir Fuglar

Nú gefst tækifæri til að sjá hina stórkostlega sýningu Svarta Fugla, fyrir þau sem misstu af henni á hátíðinni í fyrra. Verkið verður aftur á fjölunum í eitt skipti í Tjarnarbíói, áður en hópurinn heldur utan í sýningarferð til Búlgaríu.

Svartir fuglar er nýtt dansverk eftir Láru Stefánsdóttur, spunnið út frá ljóðum Elísabetar Jökulsdóttur, úr bókinni sem nefnist “Sjáðu, sjáðu mig, það er eina leiðin til að elska mig”, og er samið sérstaklega fyrir Láru Þorsteinsdóttur.

Öll ættu að geta tengt við ljóðin því flest leitast við á lífsleiðinni að tengjast sinni innri fegurð, sínum kjarna, sannleika en þurfa oftar en ekki að takast á við allskonar skuggahliðar og tilfinningaárásir í leitinni að ljósinu, gleðinni, ástinni, kærleikanum.

Verkið var frumsýnt 2024 á hátíðinni List án landamæra, við mikið lof áhorfenda og gagnrýnenda. Íris Ásmundardóttir hlaut til að mynda tilnefningu til Grímuverðlaunanna 2025 sem dansari ársins fyrir verkið.

Verkið *Svartir fuglar* hefur hlotið boð frá Aquarius Era Festival í Búlgaríu, sem fer fram 15.–19. október 2025. Um er að ræða alþjóðlega listahátíð sem leggur á herslu á dans, leikhús og samtímalega tjáningu.

Ferðin er mikilvæg til að kynna íslenskt dansleikhús og samtímadans á alþjóðavettvangi, en einnig sem vettvangur fyrir sýnileika fatlaðra listamanna og þverfaglegt samtal við listafólk
frá öðrum löndum. Meðal þátttakenda er Lára Þorsteinsdóttir, sem er á einhverfurófi, og verður þetta hennar fyrsta framkoma á erlendri hátíð. Með henni dansa Íris Ásmundardóttir og Sigurður Edgar Andersen undir listrænni stjórn Láru Stefánsdóttur.

Sviðlistamiðstöð Íslands hefur styrkt hópinn og gert Svörtum fuglum kleift að taka þátt í menningarlegu samtali á erlendri grundu og til að láta raddir sem eru oft á jaðrinum, að fá i að hljóma hátt og skýrt á alþjóðlegu sviði.

Listrænt teymi
Danshöfundur/leikstjóri : Lára Stefánsdóttir
Dansarar: Lára Þorsteinsdóttir, Íris Ásmundardóttir, Sigurður Edgar Andersen
Ljóð & upplestur: Elísabet Jökulsdóttir
Tónlist: Stefán Franz Guðnason
Lýsing/tækni: Arnar Ingvarsson
Ljósmyndir: Christopher Lund
Umsjón með vídeógerð: Þorsteinn J. Vilhjálmsson

Aðgengi í Tjarnarbíó er Grænt – gott hjólastólaaðgengi í aðalsal og hliðarsal, merkt bílastæði fyrir framan húsið og aðgengilegt salerni á jarðhæð. Starfsfólk aðstoðar í sæti ef þarf.

View Event →
Listmarkaður Listar án landamæra
Nov
3
1:00 PM13:00

Listmarkaður Listar án landamæra

Árlegur list- og handverksmarkaður Listar án landamæra verður í þetta sinn í OPNA HÚSI hátíðarinnar á Hverfisgötu 94!

Skráning er opin fyrir seljendur:


SKRÁNING Á MARKAÐ

Komið að gera jólainnkaupin snemma!

/

Our annual art and crafts market will this year take place at the festival OPEN HOUSE on Hverfisgata 94!

Registration for sellers in now open:

Register for the market

Come get your holiday presents early!

View Event →
Listmarkaður Listar án landamæra
Nov
2
1:00 PM13:00

Listmarkaður Listar án landamæra

  • Opna hús List án landamæra (map)
  • Google Calendar ICS

Árlegur list- og handverksmarkaður Listar án landamæra verður í þetta sinn í OPNA HÚSI hátíðarinnar á Hverfisgötu 94!

Skráning er opin fyrir seljendur:


SKRÁNING Á MARKAÐ

Komið að gera jólainnkaupin snemma!

/

Our annual art and crafts market will this year take place at the festival OPEN HOUSE on Hverfisgata 94!

Registration for sellers is now open:

Register for the market

Come get your holiday presents early!

View Event →
GÍA - myndlistarsýning
Oct
20
4:30 PM16:30

GÍA - myndlistarsýning

Sýning á verkum Gígju Gígja Guðfinna Thoroddsen, eða Gíu, sem var listamaður hátíðarinnar árið 2017, af tilefni þess að Safnasafnið vinnur nú að bók um ævistarf hennar.

Sýningin verður á Gerðarsafni og opnar sunnudaginn 20. október klukkan 16:30.

Þann 10. nóvember verður svo útgáfuhóf bókarinnar um Gíu, fylgist með!

Nánar um GÍU

Gígja Guðfinna Thoroddsen, Gía, (1957-2021) bjó og starfaði í Reykjavík, hún stundaði nám hjá Hring Jóhannessyni listmálara í Myndlistarskóla Reykjavíkur 1975, Vallekille lýðháskólanum í Danmörku 1975 og sótti þriggja mánaða teikninámskeið í Árhúsum í Danmörku 1976, þá fór hún á námskeið hjá Helga Skúlasyni leikara 1977.

Gígja hélt einkasýningar og tók þátt í samsýningum. Verk hennar eru í eigu einstaklinga, Landspítalans, Krabbameinsfélagsins, Friðarseturins Höfða og Safnasafnsins þar sem meginhluti verka hennar er varðveittur. Safnið bauð henni að sýna sumarið 2016 og hlaut hún mikið lof fyrir. Eftir að hún andaðist gaf Ásta Steinunn systir hennar og fjölskylda safninu 800 verk, í kjölfarið voru málverk hennar kynnt þar og hafa flest verið skráð í Sarp.

Verk Gígju skírskota til listasögunnnar, samfélagsins og eigin reynslu, bæði í málverkum og teikningum með fjölbreyttu myndefni, meðal annars af þekktu fólki úr samtíma og mannkynssögu. Þá eru nokkur verk af heimspekilegum toga. Gígja málaði aðallega með gull- og silfurblöndum en líka bláum og rauðum tónum sem kallast fallega á við hina litina.

View Event →
Tónleikar Listar án landamæra í Salnum í Kópavogi
Oct
20
3:00 PM15:00

Tónleikar Listar án landamæra í Salnum í Kópavogi

Facebook event
 

Skemmtileg tónleikadagskrá með fjölbreyttum atriðum frá Bjöllukór Tónstofu Valgerðar, Fjölmennt og Taiko trommusmiðju Sólheima. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!

Á undan tónleikunum, klukkan 14:00, verður opin og ókeypis smiðja, kennsla í Taiko trommuslætti, fyrir alla aldurshópa, nánar hér.

Flytjendur frá Tónstofu Valgerðar:
Bjöllukórinn hlaut heiðursverðlaun sem listhópur Listar án landamæra árið 2024. Í dag eru meðlimir kórsins tólf; Ásdís Ásgeirsdóttir, Auðun Gunnarsson, Gísli Björnsson, Gauti Árnason, Ólafur Snævar Aðalsteinsson, Edda Sighvatsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Rut Ottósdóttir, Ástrós Yngvadóttir, Hildur Sigurðardóttir, Erna Sif Kristbergsdóttir, og Íris Björk Sveinsdóttir. Stjórnandi: Valgerður Jónsdóttir
Bjöllukórinn hefur margsinnis komið fram á vegum Listar án landamæra og í tvígang á Listahátíð í Reykjavík. Þau hafa leikið með fjölbreyttu listafólki, m.a. Möggu Stínu, Sigur Rós, Retro Stefsson og Högna Egilssyni.

Cristina-Elena Furdui syngur og leikur á hljómborð og ukulele

Flytjendur frá Fjölmennt:
Kór Fjölmenntar
Kvennahljómsveitin Píurnar og haustið
Píanóleikur: Soffia Þorkelsdóttir, Jón Hlöðver Loftsson og Runólfur Sæmundsson
Stjórnendur og meðleikarar: Rósa Jóhannesdóttir, Elsa Waage, Birgir Hansen og Helle Kristensen

Kynnar:
Stása Þorvaldsdóttir og Ása Fanney Gestsdóttir

View Event →
Taiko trommusmiðja Sólheima
Oct
20
2:00 PM14:00

Taiko trommusmiðja Sólheima

Facebook event
 

HVAÐ: Stutt (40 mín), skemmtileg kennslustund í trommuleik með Taiko trommuhóp Sólheima. Taiko trommur eru japanskar trommur, en þessar eru heimatilbúnar úr síldartunnum!

FYRIR HVERN: Hentar öllum aldurshópum, börn og fjölskyldur velkomin!

HVAR: í Salnum í Kópavogi

HVENÆR: Sunnudag 20. október klukkan 14:00-14:40

HVAÐ KOSTAR? Ekkert! En það þarf að skrá sig hér: https://forms.gle/F94eYanh3nYECS8WA

ATH þau sem vilja geta spilað eitt stutt trommulag með hópnum á tónleikum klukkan 15:00!

Frítt er inn á tónleikana, öll velkomin! Nánar um tónleikana hér: https://fb.me/e/2m9hIQbg6

Nánar um Sólheima Taikó

Sólheimar Taiko er hópur trommuleikar sem hafa kynnt sér japanskar hefðir í trommuleik. Hópurinn hefur fengið erlendan kennara (sensei) til sýna hvernig er hægt að beita núvitund við nám á meðan spilað er á taiko-trommur.

Þar sem alvöru Taiko trommur er illfáanlegar greip hópurinn til þess ráðs að útbúa sína eigin útgáfu úr síldartunnum og límbandi. Trommukjuðarnir (Batchi) voru svo gerðir úr gömlum kústsköftum.

Sólheimar Taiko vilja bjóðum öllum sem vilja til að taka þátt í smiðju þar sem kenndar verða grunnreglurnar í Taiko trommuleik!

View Event →
Svartir fuglar - DANSSÝNING
Oct
19
3:00 PM15:00

Svartir fuglar - DANSSÝNING

facebook event

Glæný danssýning eftir Láru Stefánsdóttur samið fyrir Láru Þorsteinsdóttur út frá ljóðum Elísarbetar Jökulsdóttur.

Danshöfundur:
Lára Stefánsdóttir

Ljóð:
Elísabet Jökulsdóttir

Flytjendur:
Lára Þorsteinsdóttir
Elísabet Jökulsdóttir
Íris Ásmundardóttir
Sigurður Edgar Andersen

View Event →
OPNUN - Amerískir draumar
Oct
19
2:00 PM14:00

OPNUN - Amerískir draumar

facebook event
 

AMERÍSKIR DRAUMAR

Samsýning myndlistarfólks sem fjalla öll á einn eða annan hátt um áhrif bandarískrar menningar á líf nútíma íslendinga.

Sýningin stendur til 15. nóvember 2024

LISTAFÓLK / ARTISTS

Guðrún Lára Aradóttir
Ian Anthony Catchart-Jones
Kaja María Melero Valsdóttir
Lilja Dögg Birgisdóttir
Vilhjálmur Guðmundsson

Aðgengi er GRÆNT

Sýningin er á jarðhæð, það eru engir þröskuldar og ekki tröppur við inngang. Aðgengilegt salerni er á bókasafninu og það eru blá bílastæðu fyrir utan.

//

AMERICAN DREAMS

An exhibition of artists who all discuss in one way or another the influence of American culture on the lives of modern Icelanders.

The exhibition is open until november 15th 2024

Accessibility is GREEN

The exhibition is on the ground floor, there are no thresholds and no steps at the entrance. There is an accessible toilet in the library and there are blue parking spaces outside.

View Event →
OPNUN - Snorri Ásgeirsson
Oct
12
5:00 PM17:00

OPNUN - Snorri Ásgeirsson

facebook event
 

Verið velkomin á opnun einkasýningar Snorra Ásgeirssonar sem hlaut heiðursviðurkenningu Listar án landamæra 2024

Á sýningunni verða ný verk eftir Snorra.

Sýningin stendur til 2. nóvember 2024

Snorri byrjaði að fást við myndlist fyrir um 25 árum síðan í listasmiðju Bjarkarás. Hann hefur tekið þátt í mörgum sýningum á vegum Listar án landamæra m.a. í Listasal Mosfellsbæjar 2013 ásamt Helga Þorgils Friðjónssyni myndlistarmanni. Á yfirlitssýningu Snorra í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík 2020 var gefin út bók með úrvali af myndum eftir Snorra. Árið 2022 tók Snorri þátt í sýningarröðinni Umhverfing ásamt Halldóri bróðir sínum í Ólafsdal í Dölunum. Á hátíðinni 2024 verður Snorri með sýningu í Gallerí Fold.

Aðgengi er GRÆNT

Sýningin er á jarðhæð og engar tröppur við inngang. Næsta bláa bílastæði er handan við hornið á Grettisgötu.

//

Welcome to the opening of Snorri Ásgeirsson's solo exhibition, who received honorary recognition from Art Without Borders 2024.

The exhibition will feature new works by Snorri.

The exhibition runs until November 2, 2024.

Snorri started working with art about 25 years ago in the Bjarkarás art studio. He has taken part in many exhibitions organized by Art without Borders, e.g. in Listasal Mosfellsbær 2013 together with artist Helgi Þorgils Friðjónsson. A book with a selection of Snorra's pictures was published at the retrospective exhibition of Snorra at the Gerðuberg Cultural Center in Reykjavík 2020. In 2022, Snorri took part in the exhibition series Umhverfing together with his brother Halldór in Ólafsdal in the Valleys.

Accessibility is GREEN

The exhibition is on the ground floor and there are no steps at the entrance. The nearest blue parking space is around the corner on Grettisgatu

View Event →
OPNUN - Hjartslættir
Oct
12
1:00 PM13:00

OPNUN - Hjartslættir

hjartslættir / heartbeats

facebook event
 

ENGLISH BELOW

Verið velkomin á opnun samsýningarinnar HJARTSLÆTTIR á Borgarbókasafninu Gerðubergi.

Hjörtu eru rauði þráðurinn í þessari sýningu.

Hjartans mál eru stóru málin en líka lítil augnablik milli ástvina. Hjörtu eru rómantísk en geta líka verið hrollvekjandi. Hjörtu tákna ástina en líka líf og dauða. Hjörtu slá í takt, hjúkrunarfræðingur mælir blóðþrýstinginn og hjartaknúsarinn gefur þér bangsa á valentínusardaginn.

SÝNINGIN STENDUR TIL 16. NÓVEMBER

SÝNENDUR

Vigdís Sigurlaug Kjartansdóttir

Jóna Lára Ármannsdóttir

Þórunn Klara

Ásta Olsen

Ingiríður Halldórsdóttir

Pálína Erlendsdóttir

Elfa Björk Jónsdóttir

AÐGENGI

Aðgengi er GRÆNT

Sýningin er á jarðhæð, það er engir þröskuldar við inngagn, það er aðgengilegt salerni á jarðhæðinni og lyfta upp á aðra hæð. Það er blátt bílastæði við innganginn.

//

ENGLISH BELOW

Welcome to the opening of the group exhibition HEARTBEATS at the City Library Gerðuberg.

Hearts are the common thread in this show.

Matters of the heart are the big issues, but also small moments between loved ones. Hearts are romantic but can also be creepy. Hearts represent love but also life and death. Hearts beat in rhythm, a nurse takes your blood pressure and the heartbreaker gives you a teddy bear on Valentine's Day.

THE EXHIBITIONS IS OPEN UNTIL NOVEMBER 16TH

EXHIBITORS

Vigdís Sigurlaug Kjartansdóttir

Jóna Lára Ármannsdóttir

Þorbjörg Ester Finnsdóttir

Olsen's love

Ingíður Halldórsdóttir

Pálína Erlendsdóttir

ACCESSIBILITY

Accessibility is GREEN

The exhibition is on the ground floor, there are no thresholds at the entrance, there is an accessible toilet on the ground floor and an elevator to the second floor. There is a blue parking space by the entrance.

View Event →
OPNUN - Opna hús Listar án landamæra
Oct
11
5:00 PM17:00

OPNUN - Opna hús Listar án landamæra

  • Opna hús Listar án landamæra (map)
  • Google Calendar ICS

opið hús

facebook event

Á hátíðinni árið 2024 verðum við með OPIÐ HÚS á Hverfisgötu 94.

Laugardaginn 12. október opnar OPNA HÚS Listar án landamæra.

Frá klukkan 19:00-21:00 ætlum við að skála og kynna dagskrána.

Á hátíðartímabilinu, 12. október til 3. nóvember, verða myndlistarsýningar, tónleikar, listasmiðjur og allskonar fleiri viðburðir í Opna húsinu.

Þar verður líka hægt að fá sér kaffi og njóta samveru.

Opnunartímar verða auglýstir síðar.

Aðgengi er GRÆNT

Það er skábraut við inngang, engir þröskuldar né tröppur í rýminu og salerni með gott aðgengi. Næsta bílastæði er hinu megin við götuna, þar er blátt bílastæði. Strætó stoppar beint fyrir utan (stoppistoðin Barónstígur).

//

OPEN HOUSE

Throughout the festival in 2024 we will have an OPEN HOUSE at Hverfisgata 94.

On Saturday, October 12, ARTS WITHOUT BORDER OPEN HOUSE will officially open.

From 19:00-21:00 we are going to toast and introduce the program.

During the festival, from October 12 to November 3, there will be art exhibitions, concerts, art workshops and all kinds of other events in the Open House.

Anyone is welcome to have coffee and hang out during opening hours.

Opening hours will be announced soon.

Accessibility is GREEN

There is a ramp at the entrance, no thresholds or steps in the space and a toilet with good accessibility. The nearest parking lot is on the other side of the street, there is a blue parking space. The bus stops right outside (Barónstígur stop).


View Event →
E.S.M.Ó - Elín Sigríður María Ólafsdóttir
Aug
29
8:00 PM20:00

E.S.M.Ó - Elín Sigríður María Ólafsdóttir

„Við sjáum það sem við viljum sjá“

Einkasýning listamannseskju hátíðarinnar 2024

FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR

Myndlistarsýning í Sverrissal (1. hæð) í Hafnarborg, Strandgötu 34 í Hafnarfirði.

Opnun 29. ágúst klukkan 20:00. Sýning stendur til 3. nóvember.

Elín Sigríður María Ólafsdóttir  (f. 1983) er listamanneskja hátíðarinnar Listar án landamæra 2024. Elín er myndlistarkona, leikkona og skáld. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningu á Café Mokka. Meðal samsýninga má nefna sýninguna Áhrifavalda á Safnasafninu á Svalbarðsströnd og samstarfssýningu með Kristínu Gunnlaugsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar á dagskrá Listar án landamæra 2012. Elín hefur einnig sýnt erlendis hjá galleríinu Inuti í Stokkhólmi. Þá hefur hún stigið á stokk með Tjarnarleikhúsinu, auk þess sem hún sinnir ráðgjöf um inngildingu sem meðlimur Listvinnzlunnar. Elín lauk diplómanámi í myndlist frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2017.

Á þessari einkasýningu listakonunnar getur að líta úrval verka sem spanna feril hennar frá upphafi. Efnistök í verkum Elínar eru jafnan ævintýraleg og vinnur hún gjarnan með sjálfið á mismunandi hátt í myndheimi sínum. Elín hvetur gesti sýningarinnar til að nota ímyndunarafl sitt á sýningunni og jafnvel búa til stuttar sögur eða ljóð sem tengjast myndverkunum. Þá gefst gestum sýningarinnar færi á að stíga á stokk og fara með ljóð eða æfa upplestur af einhverju tagi á meðan sýningunni stendur – í samtali við skapandi vinnu Elínar.

LESIÐ MEIRA UM ELÍNU HÉR

Aðgengi í Hafnarborg er GRÆNT

Aðgengi er gott: skábrautir eru við þröskulda, lyftur á milli hæða, aðgengilegt salerni og blátt bílastæði nálægt húsi.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.

View Event →
May
12
12:45 PM12:45

Verðlaunaafhending - Listafólk Listar án landamæra 2024

Verðlaunahafar 2023 - Sindri Ploder, Hlutverkasetur og Perlan

HLEKKUR Á FACEBOOKVIÐBURÐ

Komið og fagnið með okkur!

Búið er að velja úr tilnefningum um listafólk ársins 2024 og í ár verða FERN verðlaun veitt!

Einn einstaklingur og einn listhópur fá HVATNINGARVERÐLAUN

Einn einstaklingur og einn listhópur fá HEIÐURSVERÐLAUN

Eins og á árum áður þá fær listafólk ársins sérstakan heiðurssess á hátíðinni sem í þetta sinn mun eiga sér stað yfir 2-3 vikur í október.

Athöfnin byrjar á ræðum, svo verða afhend verðlaun og blóm, við fáum eitt tónlistaratriði og svo skálum við fyrir listafólkinu og eigum notalega stund saman.

Aðgengi í Safnahúsinu er gott, það er hjólastólalyfta við aðalingang, lyfta í húsinu, aðgengilegt salerni á jarðhæð og blá bílastæði nálægt húsinu.

View Event →
Handverksmarkaður í Ráðhúsinu
Nov
4
to Nov 5

Handverksmarkaður í Ráðhúsinu

  • Ráðhús Reykjavíkur (map)
  • Google Calendar ICS


FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR

List án landamæra mun standa fyrir handverksmarkaði helgina 4. - 5. nóvember 2023 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Komið og verslið inn í jólagjafir beint frá lista- og handverksfólki!

HVAR

Ráðhús Reykjavíkur

HVENÆR

13:00-17:00 (1-5) laugardag 4. nóvember

13:00-17:00 (1-5) sunnudag 5. nóvember

Við hvetjum allt fatlað listafólk til að skrá sig og selja verkin sín (prjón, teikningar, málverk, saumaskapur, kerti, leirmuni, skartgripi eða hvað er sem þú býrð til sjálf/ur/t)

Vilt þú selja verkin þín á markaðnum?

Eyðublað til að skrá sig má finna HÉR

AÐGENGI

Aðgengi í Ráðhúsi Reykjavíkur er GRÆNT: Blátt bílastæði nálægt inngangi og í bílakjallara, lyfta og aðgengilegt salerni.

//

Art without borders will host a craft market on the weekend of November 4 - 5, 2023 in Reykjavík City Hall. Come and shop for Christmas gifts direct from the arts and crafts people!

WHERE

Reykjavík City Hall

WHEN

1pm-5pm (1-5) Saturday 4th November

1pm-5pm (1-5) Sunday 5th November

We encourage all disabled artists to register and sell their work (knitting, drawings, paintings, sewing, candles, pottery, jewelry or whatever you make yourself)

Do you want to sell your works on the market?

A form to register can be found HERE

ACCESSIBILITY

Accessibility in Reykjavík City Hall is GREEN: Blue parking near the entrance and in the basement, lift and accessible toilets.


View Event →
DRAG SYNDROME og félagar í Þjóðleikhúskjallara
Oct
24
8:00 PM20:00

DRAG SYNDROME og félagar í Þjóðleikhúskjallara

Drag Syndrome er draghópur eins og enginn annar. Drag snýst um umbreytingu og um tjáningarfrelsi en Drag Syndrome gengur skrefinu lengra. Í þjóðleikhúskjallarnum mun þetta stórkostlega hæfileikaríka listafólk ásamt góðum gestum víkka sjóndeildarhring okkar með sköpunargáfu sinni og afvopna áhorfendur áreynslulaust með djúpri ást sinni á lífinu.

Koma Drag Syndrome til landsins hefur gríðarlega mikla þýðingu bæði fyrir íslenskt listalíf hvað varðar listrænt gildi og inngildingu og ekki síður er snýr að jafnréttisbaráttu hinsegin fólks, fólks með fötlun, svo ekki sé talað um hvoru tveggja. Þau sýna það og sanna hvernig fjölbreytt flóra fólks getur ekki bara fótað sig í hvaða samfélagi sem er heldur einnig skarað fram úr á sama hátt og annað fólk og verið okkur öllum innblástur um bætt og betra samfélag.

Hópurinn mun bjóða upp á listamannaspjall frá klukkan 16.30 – 18.00 í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem hægt verður að spyrja listafólkið spjörunum úr og eiga gott og uppbyggilegt samtal um listir og inngildingu. Spjallið er ókeypis og opið öllum og ekki þarf að panta miða fyrirfram.

Fyrstir koma fyrstir fá. Takmörkuð sæti í boði.

KAUPA MIÐA

View Event →
AFMÆLIS PARTÝ
Oct
21
7:00 PM19:00

AFMÆLIS PARTÝ

Viltu fagna 20 ára afmæli Listar án landamæra með okkur?

Skráðu þig þá hér!

HVAR?

Í Kolaportinu, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík

HVENÆR?

Laugardaginn 21. október klukkan 19:00-22:00 (7-10)

HVAÐ ER Á DAGSKRÁ?

Boðið verður upp á afmælisköku og fjölbreytt skemmtiatriði!

Listvinnslan, Hljómsveit Fjölmenntar, Embla Ágústsdóttir, DRAG SYNDROME og PÁLL ÓSKAR, endum kvöldið á dansflæði með Ólafi Snævari Aðalsteinssyni

ertu með spurningar?

Ekki hika við að senda spurningar á info@listin.is

Aðgengi í Kolaportinu er GRÆNT: Blá bílastæði nálægt inngangi og aðgengilegt salerni

View Event →
DRAG SYNDROME - WORKSHOP / NÁMSKEIÐ
Oct
20
5:00 PM17:00

DRAG SYNDROME - WORKSHOP / NÁMSKEIÐ

Hvað: WORKSHOP / NÁMSKEIÐ

Hvenær: Föstudaginn 20. október frá 17-20 (5-8)

Hvar: Dansverkstæðið að Hjarðarhaga 47

Fyrir hvern: Öll sem vilja læra meira um performans. Áhersla er lögð á að skapa öruggt rými fyrir fatlað fólk en ófatlað fólk er líka velkomið.

Meira: Föstudaginn 20. október mun Drag Syndrome hópurinn og listræni leikstjóri þeirra Daniel Vais halda námskeið í performansi (leiklist, dans og framkoma).

Fyrstu tveir tímarnir, frá 17-19 fara í að skapa alla vega atriði og klukkan 19.00 er gestum boðið að koma og sjá afraksturinn.

Skráið ykkur hér!

View Event →
Fíflast með fíflum - leið til geðræktar
Sep
16
1:00 PM13:00

Fíflast með fíflum - leið til geðræktar

  • Menningarhúsin í Kópavogi (map)
  • Google Calendar ICS

Fíflast með fíflum - leið til geðræktar

FACEBOOK VIÐBURÐUR

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Fíflast með fíflum - leið til geðræktar.

Listahópur Hlutverkaseturs sýnir verk sem unnin eru út frá hugmyndum um fíflablóm en einnig um þá gleði að fíflast. Myndverk, skúlptúrar, bækur, hannyrðavörur og fleira.

Við fíflumst og skemmtum okkur saman og gerum það sem leið til geðræktar.

Hlutverkasetur er virknimiðstöð þar sem fólk getur valið sér verkefni við hæfi í listasmiðjum og á fjölbreyttum námskeiðum. Innan veggja Hlutverkaseturs er mikið um hæfileikaríkt fólk og á opnuninni þann 16. sept verður Listahópur Hlutverkaseturs með gjörninga í takt við þema sýningarinnar.

Sýningin er hluti af List án landamæra 2023 en Listahópur Hlutverkaseturs var valinn listhópur hátíðarinnar að þessu sinni.

Aðgengi að sýningarsölum er til fyrirmyndar. Við hlökkum til að sjá ykkur öll

LESA NÁNAR UM HLUTVERKASETUR

View Event →
Ef ég væri skrímsli - einkasýning Sindra Ploder
Sep
14
8:00 PM20:00

Ef ég væri skrímsli - einkasýning Sindra Ploder


*Ef ég væri skrímsli*

FACEBOOK VIÐBURÐUR

Á sýningunni eru gestir leiddir inn í mynd- og hugarheim listamannsins Sindra Ploder. Sindri hefur teiknað skrímsli frá tólf ára aldri og notast helst við penna og pappír en hefur í seinni tíð einnig fært teikningar sínar yfir í þrívídd og gert skúlptúra í við, keramik, mósaík og textíl. Verk Sindra eru sum hver sjálfsmyndir, þar sem glettni, dirfska og ögrandi gleði leynir sér ekki. Blikið í augum Sindra endurspeglast í teikningunum sem fanga áhorfandann við fyrstu sýn. Sýningarstjóri er Íris Stefanía Skúladóttir, listrænn stjórnandi Listar án landamæra. Björgvin Ploder og félagar munu leika ljúfa tóna við opnunina.

Sindri Ploder (f. 1997) hefur tekið þátt í fjölda sýninga síðan árið 2016, nú síðast í sýningunni Brot af annars konar þekkingu sem sýnd var í Nýlistasafninu í ársbyrjun. Þá tók Sindri fyrst þátt í samsýningu á vegum List án landamæra árið 2017, þar sem hann vann með hönnuðinum Munda Vonda. Eins tók Sindri þátt í List án landamæra árin 2019, 2020 og 2022, þar sem hann sýndi teikningar, ullarmottu og viðarskúlptúra. Árið 2019 tók hann listaáfanga í Myndlistaskólanum í Reykjavík og var í kjölfarið með verk á samsýningu í skólanum en Sindri hefur síðan verið í listnámi hjá Fjölmennt.

Sýningin stendur til 15. október

NÁNAR UM SINDRA

ATH á sama tíma er opnun haustsýningar Hafnarborgar í ár, Landslag fyrir útvalda.

*Aðengi í Hafnarborg er GRÆNT*

Aðgengi er gott: skábrautir eru við þröskulda, lyftur á milli hæða, aðgengilegt salerni og blátt bílastæði nálægt húsi.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.

View Event →