listhópur listar án landamæra 2023

hlutverkasetur

Frá stofnun Listar án landamæra hefur hátíðin valið einn framúrskarandi listamann úr röðum fatlaðra listamanna sem listamann hátíðarinnar.

Árið 2023, af tilefni 20 ára afmæli hátíðarinnar, var í fyrsta sinn valinn listhópur í viðbót við listamann hátíðarinnar. Úr tilnefningum var hópurinn Hlutverkasetur valinn. Hópurinn opnar sýninguna Fíflast með fíflum - leið til geðræktar í Menningarhúsunum í Kópavogi þann 16. september.

FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR

Hlutverkasetur er opin virknimiðstöð með það markmiði að auka lífsgæði fólks, vinna gegn félagslegri einangrun og vera hluti af endurhæfingaferli þegar það á við. Hópurinn hefur tekið þátt í fjölda sýninga sl. 12 ár. Anna Henriksdóttir myndlistarmaður og listgreinakennari hefur haldið utan um hópinn frá upphafi. Þátttakendur eru afar fjölbreyttir, hæfileikaríkir og engir meðaljónar, sumir hafa tekið þátt frá upphafi meðan aðrir eru nýbyrjaðir.

Hópurinn hóf að sýna opinberlega 2010 og hefur síðan þá oftast verið með eina stóra sýningu á ári. Sýningar hafa aðallega verið á stór Reykjavíkursvæðinu. Hópurinn hefur tekið þátt í List án landamæra fimm sinnum frá 2014 með sýninguna Lampar í Ráðhúsi Reykjavíkur, Endurunnin ævintýri í Norræna húsinu 2016, Okkar Venus í Hlutverkasetrinu sem viðburð utan dagskrár 2018, árið 2019 með Hús hér/hús þar, sem unnin voru úr endurunnum pappír og plasti og nú síðast á

Náttúrugripasafni Kópavogs 2022, þar sem hluti sýningarinnar Aðskotadýr sem fjallaði um plastmengun í sjó var settur upp.

Á hverju ári vinnur hópurinn með eitthvert ákveðið þema. Í ár verður unnið út frá geðrækt og sköpunin mun tengjast hugmyndinni að Fíflast með fíflum. Verkin verða tengd við blómið fífil og umbreytingu hans og/eða tengja hugmyndina við fífl eða gera eitthvað fíflalegt.

sýnishorn af verkum hlutverkaseturs