KÓRINN BJARTSÝNI

Hvatningarverðlaun til listhóps 2025

Kórinn BjartSýni var stofnaður í febrúar 2025 fyrir tilstilli Dagbjartar Andrésdóttur söngkonu og meðlims í Blindrafélaginu. Hún hafði samband við þá Stefan Sand og Thomas Hammel hjá Art Across, sem höfðu áður staðið fyrir tónlistarverkefninu Look at the music! í samstarfi við heyrnarlaust listafólk.

Kórinn BjartSýni telur nú um 12-15 meðlimi og sífellt fjölgar í hópnum. Þrátt fyrir stutta tilveru hefur kórinn þegar komið nokkrum sinnum fram, meðal annars á tvennum tónleikum í Hörpu. Við stjórnvölinn eru þau Stefan Sand, tónskáld og stjórnandi og Arnhildur Valgarðsdóttir, píanisti og kórstjóri.

Kórinn BjartSýni er að mestu skipaður félögum úr Blindrafélaginu en tekur fagnandi á móti öllum sem vilja taka þátt. BjartSýni mun koma fram á hátíðinni 2025, í Iðnó þann 2. nóvember.