Óskar Theódórsson myndlistarmaður

Verk eftir Óskar Theódórsson

Verk eftir Óskar Theódórsson myndlistarmann

ÓSKAR THEÓDÓRSSON

Heiðurslistamaður hátíðarinnar 2025

Óskar Theódórsson er heiðurslistamaður Listar án landamæra.

Óskar hefur stundað málaralistina í rúm 40 ár og er enn að mennta sig í myndlistinni. Gömlu meistararnir, Vincent Van Gogh, Paul Gauguin og Sigurður Eyþórsson eru hans helstu fyrirmyndir en konur og rómantík eru hans helsti innblástur.
Óskar elskar að ferðast og hefur farið víða um lönd. Ítalía og Frakkland eru í miklu uppáhaldi en myndlistasöfn og plötubúðir heilla hann helst á ferðalögum. Óskar hlustar mikið á tónlist og er alæta á tónlist.

Óskar hefur haldið yfir 30 sýningar, þar af nokkrar á vegum Listar án landamæra. Nú síðast tók hann þátt í sýningunni SÖGUR sem var á dagskrá menningar-, fræða- og listahátíðarinnar Uppskeru 2024.

Á hátíð Listar án landamæra 2025, verður Óskar með einkasýninguna KONUR í Gallerí Fold. Sýningin opnar laugardaginn 18. október.