Sigurlaug Sara Jónsdóttir tónlistarkona
SIGURLAUG SARA JÓNSDÓTTIR
Hvatningarverðlaun Listar án landamæra 2025
Sigurlaug Sara er tónskáld og flytjandi. Hún hefur lagt stund á tónsköpun hjá Fjölmennt og sýnt þar mikinn áhuga og sköpunargáfu við að setja tónverk sín yfir á stafrænt form. Sigurlaug er með grunn í píanói og hefur verið að færa út kvíarnar með tilraunamennsku á hljómborði og í upptökum.
Hún hefur samið nokkur tónverk og einnig texta og ljóð við sum þeirra. Sigurlaug hefur einnig þróað eigin aðferð við að skrifa upp tónsmíðarnar — eins konar nótnakerfi eða uppdrátt að verkunum.
Sigurlaug kom fram á tónleikum á vegum Fjölmenntar í desember 2024 og lék þar tvö frumsamin verk við mikinn fögnuð áheyrenda. Það voru verkin Frostrigning og Sandtittlingur. Sigurlaug iðkar list sína af elju og áhugasemi og ræktar hæfileika sína á frábæran hátt. Við óskum Sigurlaugu Söru til hamingju!
Sigurlaug Sara mun flytja frumsamin tónverk á hátíðinni 2025, þann 2. nóvember í Iðnó.
Sigurlaug Sara við upptökur