Mynd af Þóri Gunnarssyni á vinnustofu sinni

Þórir Gunnarsson á vinnustofu sinni

Verk eftir Þóri Gunnarsson Listapúkann

Verk eftir Þóri Gunnarsson Listapúkann

ÞÓRIR GUNNARSSON

Listamanneskja hátíðarinnar 2025

Þórir er myndlistarmaður og aktívisti sem brennur fyrir því að skapa myndlist. Hann er bæði með vinnustofu í Mosfellsbæ og starfar sem listamaður og ráðgjafi hjá Listvinnzlunni. 

Þórir lauk eins árs námi í myndlist við Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2021. Í náminu kannaði hann nýja miðla og þróaði listsköpun sína með ólíkri tækni, aðferðum og hugmyndum. Hann hefur síðan sótt vinnustofur í myndlist, keramík og módelteikningu.

Þórir hefur sótt um og barist fyrir aðgengi fatlaðs fólks að Listaháskóla Íslands. Fyrir þá baráttu hlaut hann viðurkenningu Þroskahjálpar, Múrbrjótinn, árið 2021. Þórður var valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2022 og hélt við það tilefni einkasýningu í Listasal Mosfellsbæjar.

Listapúkinn Þórir hefur sýnt verkin sín víða á síðustu árum, bæði á einkasýningum og samsýningum, meðal annars á vegum Listar án landamæra.

Á hátíðinni 2025 verður Þórir með einkasýningu í Hafnarborg, sem opnar þann 11. október.

Við óskum Þóri innilega til hamingju!