Nánari upplýsingar

 
Mynd úr vinnurými GAIA museum í Danmörku

Mynd úr vinnurými GAIA museum í Danmörku

Hér að neðan má finna nánari upplýsingar um styrki, hvar leigja megi aðgengishjálpartæki, lesefni og leiðbeiningar, síður með upplýsingum um listamenn og aðrar upplýsingar.

Styrkir

Því miður eru ekki margir styrkir sem styrkja viðburðahaldara til þess að koma til móts við aukinn kostnað vegna aðgengis. Hér eru nokkrir:

  • Bjargarsjóður - Félag heyrnarlausra.
    Styrkir textun eða túlkun á leikritum, kvikmyndum, fræðslu- og heimildarmyndum.

  • Stuðningur til sjálfstæðis - Blindrafélagið.
    Veitir m.a. styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdráttar.

  • Jafnréttissjóður - Forsætisráðuneytið.
    Áhersla á verkefni tengd kynjajafnrétti - en mætti reyna.  

  • Borgarsjóður - til mannréttindamála. Reykjavíkurborg.

  • Úrbótasjóður tónleikastaða - Reykjavík
    Tónleikastaðir geta m.a. sótt um styrk til þess að bæta aðgengi.

  • Samfélagssjóðir fyrirtækja

Hvar má leigja/kaupa aðgengishjálpartæki?

Lesefni og leiðbeiningar

Tenglar á listamEnN og stofnanir

Athugið - listinn er alls ekki tæmandi. Við tökum glöð á móti fleiri ábendingum.

  • Safnasafnið - Safnasafnið hefur þá sérstöðu meðal listasafna á Íslandi að safna og sýna jöfnum höndum list eftir leika sem lærða, þó að meginstofni verkum sjálfmenntaðra listamanna. Safneignin telur um 6.400 listaverk

  • Tónstofa Valgerðar - Í tónstofunni fer fram kennsla fyrir nemendur sem þurfa sérstakan stuðning. Nemendur læra á fjölbreytt hljóðfæri og söng. Auk þess er hefur tónstofan starfsrækt Bjöllukórinn í fjölda ára sem hefur verið virkur í menningarlífinu

  • Myndlistarskólinn í Reykjavík - Myndlistarskólinn hefur staðið fyrir diplómanámi í myndlist og hefur í fjölda mörg ár verð með vinnustofur í myndlist fyrir listamenn með þroskahömlun.

  • Fjölmennt - Fjölmennt er símenntunarmiðstöð fyrir fatlað fólk. Þar er m.a. hægt að stunda nám í tónlist og myndlist

  • Sólheimar - Fjöldi listmanna býr og starfar á Sólheimum. Þar eru nokkrar vinnustofur sem að listamenn sækja.

  • EOA - European Outsider Art Association - Evrópusamtök safna, hátíða og stofnanna sem einbeita sér sértaklega að list fatlaðra listamanna, alþýðulist og jaðarlist. Á síðunni má m.a. finna lista yfir alla meðlimi og kort yfir helstu söfn og gallerý í Evrópu.

  • RAW Vision - Blað sem gefið er út nokkrum sinnum á ári og einblínir á list fatlaðara listamanna, utangarðslist og alþýðulist

  • Creative Growth - Vinnustofa fyrir fatlaða listamenn í Kaliforníu. Listamenn sem sótt hafa vinnustofuna hafa sýnt víða og hafa m.a. tekið þátt í Feneyjartvíæringnum.

  • Outsider Art Fair - Listamessa sem einblínir á list fatlaðara listamanna, utangarðslist og alþýðulist og haldin er árlega í janúar í New York og í október í París

  • Disability Arts International - Heimasíða sem leggur áherslu á sýnileika atvinnulistahópa fatlaðra listamanna. Á síðunni má m.a. finna lista yfir ýmis verkefni og hópa.