Back to All Events

YFIRTAKA á menningarnótt

  • Hafnarhúsið 17 Tryggvagata Reykjavík, Reykjavíkurborg, 101 Iceland (map)

YFIRTAKA – LIST ÁN LANDAMÆRA 

HVAÐ: Listasmiðjur, samsköpun, danspartý og tónlist  

HVAR: Listasafni Reykjavíkur niðrí bæ, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

HVENÆR: Frá 14-20 (2-8) á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst

HVER: List án landamæra í samstarfi við Hlutverkasetur, Listvinnzluna og Götustrigann

MEIRA:

Listahátíðin List án landmæra var valin “Umbreytir” Reykjavíkurborgar á Menningarnótt í ár og efnir til listaveislu í Hafnarhúsinu. Í Portinu og Fjölnotarými verður fjölbreytt dagskrá og sköpun. Götustriginn, Listvinnzlan og Hlutverkasetur virkja gesti til þátttöku í sköpunargleði. 

Gestum er boðið í tónaflæði, danspartí, samsköpun og listasmiðjur.



DAGSKRÁ / TÍMASETNINGAR


Í PORTINU (með fyrirvara um minniháttar röskun)

14.00 Danspartý með Ólafur Snævar í 15 mínútur

14.15 Spaceharður

15.30 Hallvarður

16.15 Kolla og Salka Snæbrá

17.15 Spaceharður

18.00 Danspartý með Atla Má í 15 mínútur

18.15 Hallvarður

19.15 Kolla og Salka Snæbrá


Í FJÖLNOTARÝMI

14.15-16.00 Listasmiðja Hlutverkasetur

16.15-18.00 Listasmiðja Listvinnzlunnar

20.00-21.00 Danspartý á vegum safnsins með DJ’um 



GÖTUSTRIGINN OG DANSPARTÝ Í PORTINU

Í Portinu mun Götustriginn halda uppi stemningunni með tónlist, listsköpun og dans partý. Þau Spaceharður, Hallvarður og Kolla og Salka Snæbrá, munu sjá um tónlistarflæði sem mun fylla rýmið frá 14.00-20.00 (2-8). 


Í upphafi viðburðar, klukkan 14.00 (2), verður 15 mínútna dans partý leitt af múltítalentinum Ólafi Snævari, en í fyrra leiddi hann danspartý ásamt Happy Studios í Hörpunni við frábærar undirtektir. Í kjölfar danspartýsins byrja smiðjur í Portinu og Fjölnotarýminu. 

Um klukkan 18.00 (6) verður annað danspartý í Portinu sem Atli Már Indriðason mun leiða. Atli Már er myndlistarmaður og gjörningalistamaður og er hluti af Listvinnzlunni. 


Þeir Kalli Youze, Arnór Kári og Karen Ýr bjóða upp á samsköpun á stóra striga í portinu frá klukkan 14.15-20.00. Þar fá öll sem vilja tækifæri til að mála á striga undir leiðsögn þeirra. Kalli Youze er forsprakki Götustrigans og verður á staðnum allan tíma fyrir áhugasama um list og listsköpun. Hann mun segja frá sinni sögu í kjölfar danspartýsins klukkan 14.15 og leiða síðan gesti inn í samsköpun með Götustriganum.




HLUTVERKASETUR OG LISTVINNZLAN Í FJÖLNOTARÝMINU

Í Fjölnotarýminu, sem er á sömu hæð og beint á móti Portinu, mun Hlutverkasetur og Listvinnzlan halda sitt hvora listsmiðjuna. 



HLUTVERKASETUR

/www.hlutverkasetur.is

Öll geta málað - málaðu í mínútu


Frá kl 14.15 (2.15) til 16.00 (4) mun listahópur Hlutverkaseturs leiða listasmiðju þar sem málað er með akrýlmálningu á striga. Öll sem taka þátt mála sama verkið. Málaðu í mínútu og sjáðu hvernig verkið breytist þegar margar hendur vinna saman. Listafólk Hlutverkaseturs aðstoðar og einnig verður hægt að teikna og tússa.


Eftir smiðju Hlutverkaseturs klukkan 16.00 tekur Listvinnzlan við.



LISTVINNZLAN
www.listvinnslan.is

Teikniupplifun og lifandi tónlist


Listvinnzlan býður þér að taka þátt í teikniupplifun sem hentar öllum.
Frá klukkan 16.15 (4.15) til 18.00 (6) mun listafólkið Atli Már Indriðason, Elín S.M. Ólafsdóttir aka. ESMÓ, Gígja Garðarsdóttir, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Þórir Gunnarsson aka. Listapúkinn og Margrét M. Norðdahl leiða listasmiðju á meðan Gísli Björnsson orgelleikari leikur ljúfa tóna á píanó.

Það er algengur misskilningur hjá mörgum að þau geti ekki teiknað eða séu léleg í list.
Það er alls ekki rétt, ekkert vera að spá í því.
Komdu bara og prófaðu, teiknaðu eftir uppstillingu eða lifandi tónum, eða komdu og njóttu eins og þér hentar, við styðjum þig!
Hægt er að staldra stutt við eða vera allan tímann.


Listfólk: 

Arnór Kári Egilsson

Atli Már Indriðason

Elín S.M. Ólafsdóttir (ESMÓ)

Geirharður Þorsteinsson (Spaceharður)

Gígja Garðarsdóttir

Gísli Björnsson

Hallvarður Ásgeirsson

Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir

Karl Kristján Davíðsson (Kalli Youze)

Kolbrún Guðmundsdóttir 

Margrét Norðdahl

Ólafur Snævar Aðalsteinsson

Salka Snæbrá

Sigrún Huld Hrafnsdóttir

Þórir Gunnarsson (Listapúkinn)

Listahópur Hlutverkaseturs


Verkefnastjórn: List án landamæra



AÐGENGI

Aðgengi á safninu er gott. 


Hér er hægt að lesa meira um aðgengi á Menningarnótt: https://reykjavik.is/menningarnott/upplysingar

Hér er hægt að sjá götulokanir á Menningarnótt: https://reykjavik.is/sites/default/files/2023-08/menningarnott-2023-kort-is.pdf

Earlier Event: May 27
Allir vegir færir