Back to All Events

OPNUN - Elfa Björk Jónsdóttir

  • Hafnarborg 34 Strandgata Hafnarfjörður, 220 Iceland (map)

Einkasýning listamanns hátíðarinnar 2022

FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR

Í Sverrissal í Hafnarborg.

Opnun sýningarinnar verður laugardaginn 15. október frá 15:00-18:00.

Sýningin mun standa til 30. október.

Aðgengi í Hafnarborg er GRÆNT: Blá bílastæði eru við húsið, það er lyfta milli hæða og salerni fyrir hreyfihamlað fólk.


Elfa Björk Jónsdóttir er myndlistarmaður fædd 1961. Hún var tilnefnd og valin sem listamaður hátíðarinnar 2022. Hún hefur langan feril að baki og er enn á miklu flugi í sköpuninni sinni. Verk eftir hana hafa verið sýnd á Listasafni Árnesinga, í Ásmundarsal, Gallerí Gróttu og nú síðast í samsýningunni Let me hear your footprints í galleríinu MeetFactory í Prag, Tékklandi.

Elfa vinnur teikningar, málverk og textílverk. Verkin eru afar litrík og hún notar að miklu leyti grunnlitina, stór og skýr form og leyfir litadýrðinni að hafa gleðjandi og uppörvandi áhrif á áhorfendur. Myndheimur hennar byggist á abstrakt grunni og skapast oft skemmtilegt samspil formræmu og fígúratífs þegar hún sækir sér fígúratífar fyrirmyndir ýmist úr umhverfinu, náttúrulífsbókum eða úr listasögunni. Þegar hún skapar listaverk innblásin af myndum í bókum eða öðrum listaverkum að þá má segja að hún færi myndefnið yfir í sitt sterka einkennandi form í línum litum og formgerð sem birtist að hluta í uppskiptingu myndflatarins. Í abstrakt verkum hennar er líkt og við öðlumst sjónsvið arnarins og fljúgum beint inn í iður myndarinnar, inn í litahaf þar sem mynstur og ólíkar litasamsetningar umfaðma okkur.

Elfa Björk fékk fyrst tilsögn í myndlist þegar Alda Ármanna Sveinsdóttir, myndlistarkona kenndi myndlist í Skálatúnsheimilinu í byrjun árs 1972 en þá var Elfa Björk aðeins 10 ára. Síðan þá hefur Elfa Björk fengið tilsögn í myndlist á námskeiðum hjá Öldu Ármönnu í Reykjavík, hjá Margréti Long, myndlistarkennara á Selfossi og verið á glerlistanámskeiði hjá Dagnýju Magnúsdóttur í glerlistasmiðjunni Hendur í Höfn í Þorlákshöfn. Árið 2019 flutti Elfa Björk til Sólheima í Grímsnesi og hefur stundað þar daglega markvissa listsköpun af kappi á öllum vinnustofum Sólheima. Mest hefur hún þó unnið myndlist í listasmiðjunni með leiðsögn Ólafs Má Guðmundssonar myndlistarkennara og fagstjóra listasmiðju Sólheima.



Earlier Event: October 15
OPNUN - Margir heimar, allskonar líf
Later Event: October 20
OPNUN - Menningarhúsin í Kópavogi