Fréttabréf - VIKA #2

List án landamæra vill þakka öllum þeim sem mættu á opnunarhelgina okkar.Sýningar opnuðu í Ráðhúsinu, Týsgalleríi og Norræna húsinu og mættu fjöldinn allur af fólki. Hægt er að skoða myndir frá viðburðunum á facebooksíðu hátíðarinnar.En þá snúum við okkur að komandi opnunum þessa vikuna. VIKA #2 13. - 20. apríl Mánudagur, 13. aprílMánudaginn 13. apríl kl. 15 (3) opnar samsýningin Flottir titlar í Hlutverkasetrinu, Borgartúni 1, 2. hæð. María Gísladóttir og Sigurður J. Elíasson hafa verið að skoða bæði aðferðir og efnivið til að nýta við listsköpun sína. Myndefnið er af ýmsum toga, sumt eftir fyrirmyndum, annað eigið hugarfóstur. Sýningin stendur til 23. apríl og er opin á almennum opnunartímum setursins, 9:30-16. Miðvikudagur 15. aprílKl. 13:30: Miðvikudaginn 15. apríl kl. 13:30 (hálf tvö) opnar listasýning í Læk, Hörðuvöllum 1, 220 Hafnarfirði. Boðið verður upp á fjölbreytta sýningu með listaverkum sem gerð eru úr leir undir handleiðslu Hafdísar Brands leirlistakonu. Í Læk verður líka sýning á málverkum og öðrum listaverkum sem unnin hafa verið veturinn 2014-2015. Þátttakendur eru hópur fólks sem sækir athvarfið Læk.Sýningin stendur til 22. apríl.Kl. 17: Samsýningin Í-mynd opnar 15. apríl kl. 17 (5) á Aðalsafni Borgarbókasafnsins, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík. Nemendur í myndlist hjá Mími símenntun sýna verk ásamt listamönnum úr ólíkum áttum. Á opnuninni mun rithöfundurinn Frida Adriana Martins, lesa úr verki sínu, Pöndur og vonarblóm. Einnig mun Frida bjóða upp á frumskógarköku og óáfenga ávaxtakokteila að hætti draumalandsins úr bók hennar.Eftirfarandi listamenn sýna verk sín: Aðalsteinn Baldursson, Anna Kristín Gunnlaugsdóttir, Bryndís Ósk Gísladóttir, Frida Adriana Martins, Guðrún Þórhildur Gunnarsdóttir, Hildur Davíðsdóttir, Unnur Björnsdóttir, Hringur Úlfarsson, Kristín Lára Sigurðardóttir, Lena Ósk Sigurðardóttir, Marta Lind Vilhjálmsdóttir, Nína Kristín Sigurbjörnsdóttir, Sólveg Þóra Jóhannesdóttir og Páll Baldursson.Sýningin stendur til 26. apríl og er opin á almennum opnunartímum safnsins: mánudaga - fimmtudaga kl. 10-19, föstudaga kl. 11-19 og helgar 13-16 (1-4)Kl. 18-20: Að kvöldi 15. apríl verður skemmtikvöld í Tjarnarbíó. Magnús Korntop og Theodór Karlsson opna dagskrána með spili og söng. Þá munu félagar úr Átaki sjá um að kitla hláturtaugar gesta en því næst stígur á stokk hljómsveitin Plútó. Með hljómsveitinni starfa Theodór Karlsson og Rósa Jóhannesdóttir söngstýra. Laugardagur 18. apríl Laugardaginn 18. apríl kl. 16-18 (4-6) verður bíósýning í Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík. Tekið verður eitt hlé milli mynda. Að lokinni dagskrá verða pallborðsumræður þar sem fulltrúar hverrar myndar svara spurningum gesta.Sýndar verða eftirtaldar kvikmyndir:Reykjavík, hreyfimynd unnin af Aniela Lubieniecka í samstarfi við nemendur á hreyfimyndanámskeiði Myndlistarskólans og Centrum Kultury Wroclaw Zachod.Samsuða - Saga átta listamanna, leikstýrt af Írisi Stefaníu Skúladóttur. Fylgst er með átta listamönnum sem sköpuðu verk fyrir uppboðssýningu hátíðarinnar í fyrra.Stjörnustríð 2, leikstýrt af Hilmi Berg. Fjallar myndin um samstarfsverkefni Klettaskóla og Íslenska dansflokksins sem vinna að dansverki sem sýnt verður á opnun Barnamenningarhátíðar í Hörpunni þann 21. aprílHLÉAð sjá og skapa - Ungir og efnilegir, leikstýrt af Nikulási Stefáni Nikulássyni. Myndin varð til í samstarfi við ungmenni með fötlun sem fóru í Listasafn Íslands á hátíðinni í fyrra til að fá innblástur fyrir eigin listsköpun.Á sama báti, leikstýrt af Höllu Míu Ólafsdóttur. Myndin fjallar um kanóaferð fimm kvenna í Kanada. Ferðin var óvenjuleg fyrir þær sakir að einn meðlimir hópsins reiðir sig á hjálpartæki og aðstoðarfólk í sínu daglega lífi. Sýnd verða valin brot úr myndinni.PALLBORÐSUMRÆÐUR Sunnudagur 19. apríl Klukkan 12 opnar sýningin Flogið yfir landamæri í Laugarneskirkju v/ Kirkjuteig, 105 Reykjavík. Þar munu Julia Takagi og Frida Adriana Martins sýna fiðrildaverk. Við opnunina mun Toshiki Toma, prestur innflytjenda flytja ávarp.Sýning er opin til 10. maí, þriðjudag - föstudaga kl. 10-14.Yfirstandandi sýningar eru:Meistarar í Ráðhúsi ReykjavíkurKirkjur og Hús í TýsgalleríiAllt og alls konar í Norræna húsinu

ÓflokkaðIris