Fréttabréf - VIKA #5

Dagskráin þessa vikuna er fjölbreytt og teygir sig út um allt land. Við hvetjum alla til að skoða einstaka viðburði á facebook og einnig til að líka við facebooksíðuna okkar.

Höfuðborgarsvæðið

Helgin 9.-10. maíLaugardaginn 9. maí klukkan 14.00 verður Kristinn G. Harðarson með leiðsögn um sýninguna Allt og alls konar í Norræna húsinu en frá klukkan 13.00-15.00 verður hægt að koma á sýninguna og mála á veggi sýningarinnar.  Þetta er síðasta sýningarhelgin og hvetjum alla til að sjá þessa stórkostlegu sýningu.Í anddyri tónlistarhússins Hörpu verður handverksmarkaður 9.-10. maí milli kl. 12-17, báða daga. Bæði einstaklingum og vinnustöðum er boðið að taka þátt. Á markaðnum munu sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kynna samninginn og ræða við gesti og gangandi. Það má einnig til gamans geta að Gylfaflöt mun selja LUKKUTRÖLL sem þau búa til og ágóðinn af sölunni mun renna beint til barna í Nepal.

Norðurland

Fimmtudagur 7. maíOpnun Listar án landamæra á Norðurlandi verður haldin formlega fimmtudaginn 7. maí, kl. 17 (5) í Hömrum í Hofi, menningarhúsi, Strandgötu 12, AkureyriFramkvæmdastýra hátíðarinnar, Íris Stefanía Skúladóttir, mun segja nokkur vel valin orð við setningu hátíðarinnar og flutt lverður eikgerð af sögu Jóns Hlöðvers Áskelssonar Drekinn er dauður. Flytjendur verða nemendur úr Fjölmennt á Akureyri auk annarra aðila í áhættuhlutverkum! Leikstjóri er Skúli Gautason en um tónlist sér Jón Hlöðver Áskelsson. Ef svo fer sem horfir leiðist leikverkið út í almennan söng og gleði.Föstudagur 8. maíHringrás stendur fyrir opnun föstudaginn 8. maí, kl. 14 í Eymundsson í Hafnarstræti á Akureyri þar sem 25 manns úr Skógarlundi á Akureyri halda listasýningu. Sýningin stendur fram á sumar.Trúbadorinn Einar Höllu mun spila og syngja við opnun.Laugardagur 9. maíÁ laugardeginum klukkan 16.00 opnar sýningin Málað á hjólum þar sem Karl Guðmundsson listamaður hátíðarinnar í ár sýnir verk sín. Sýningin stendur til 16. maí.Karl Guðmundsson, Kalli, fékk hugmyndina um að mála með hjólastólnum sínum fyrir nokkrum árum. Borinn er litur á hjólin og síðan hjólað yfir strigann á gólfinu. Málverkin á þessari sýningu eru unnin á þennan háttOpnunartími: Mánudaga - föstudaga 15-18 (3-6). Helgar kl. 14-18 (2-6)Deiglan, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri

Austurland

Formleg opnun Listar án landamæra á Austurlandi verður laugardaginn 9. maí klukkan 14.00 í Valaskjálf á Egilsstöðum. Opnanir verða víða á Austurlandi þessa vikuna og má þar á meðal nefna opnanir á Egilsstöðum, Djúpavogi, Fellabæ og Skriðuklaustri. Enn fleiri opnanir verða í næstu viku fyrir austan en til að skoða dagskrá Austurlands frekar er hægt að fara á facebook síðu listar án landamæra og finna viðburðinn „List án landamæra á Austurlandi 2015”.

ÓflokkaðIris