Gunnar and the Rest heldur útgáfutónleika

Gunnar and the Rest er að gefa út sína fyrstu plötu - vínylplötuna First Hits. Að því tilefni blæs hljómsveitin til útgáfutónleika í Hinu húsinu föstudaginn 15. deember kl. 20:00. Platan verður til sölu ásamt ýmsum varningu sem sveitin hefur framleitt sjálf. Allir eru hjartanlega velkomnir, aðgengi er að húsinu og aðgangur er ókeypis!Hljómsveitin Gunnar and the Rest varð til í kjölfar tónlistarnámskeiðs sem List án landamæra hélt í samstarfi við Lee Lynch og Hitt húsið fyrir ungt tónlistarfólk með fötlun. Á námskeiðinu var einblínt á tónlistarsköpun útfrá spuna og frelsi til tilrauna. Hljómsveitarmeðlimir fengu fullkomið frelsi til að gera tónlistina eftir sínu höfði. Þeir hafa sjálfir samið lög og texta og séð um allt markaðsefni, grafíska hönnun og söluvarning.Innblástur að fyrirmynd námskeiðsins kemur frá finnsku pönkhljómsveitinni Pertti Kurikan Nimipäivät sem tók þátt í Eurovision fyrir nokkrum árum og spilaði á Íslandi á Airwaves á vegum List án landamæra árið 2016. Sú hljómsveit vinnur með pönk og rokk, tónlsitarstefnur sem byggjast á því að allir geta samið og flutt tónlist. Á námskeiðinu hefur hljómsveitin Gunnar and the Rest prufað sig áfram með mismunandi hljóðfæri og tónlistarform, búið til manifesto hljómsveitarinnar, hlotið leiðsögn tónlistarmanna á borð við Kjartan Sveinsson og tekið upp tónlistarmyndband. Útkoman er þriggja laga sjö tommu vínylplata sem fagnað verður með útgáfutónleikum í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5, föstudaginn 15. desember kl. 20:00. Vínylplatan verður til sölu ásam söluvarningi sem hljómsveitin hefur búið til. Aðgangur er ókeypis, aðgengi er fyrir alla að rýminu og eru allir hjartanlega velkomni

ÓflokkaðIris