Perlunar hennar Siggu Eyþórs

Screen-Shot-2017-05-10-at-19.31.19.png

Perlurnar hennar Siggu Eyþórs er heiðursýning leikhópsins Perlunnar sem sýnd verður á stóra sviði Borgarleikhússins þann 25. maí næstkomandi kl. 14:00. Með sýningunni er heiðrað það ævistarf sem Sigríður Eyþórsdóttir, stofnandi og leikstjóri Perlunnar, átti með hópnum.  Bergljót Arnalds hefur tekið við leikstjórn hópsins og hefur starfað með þeim í vetur. Verkin sem verða sýnd eru meðal annars Barn eftir Stein Steinar og ævintýrið Ljónið og músin auk annarra leikverka. Kynnir á heiðurssýningunni er söngvarinn og perluvinurinn Páll Óskar Hjálmtýsson og mun hann taka lagið á milli atriða af sinni alkunnu snilld.Miðasala er í Borgarleikhúsinu og á tix.is

Events, leikhúsIris