Óskum eftir viðburðum á utan-dagskrá


 

Viltu halda sýningu, tónleikar, vera með gjörning eða opna vinnustofu? Allir geta verið með viðburð á utan-dagskrá List án landamæra 2019. Umsóknarfrestur er til 13. september 2019

 

 
DSCF7327.jpg
 

List án landamæra 2019 fer fram dagana 5. október til 20. október í Gerðubergi. Hátíðin í ár er haldin með nýju sniði en listrænn stjórnandi velur verk og viðburði inná opinbera dagskrá hátíðarinnar í Gerðubergi. Það geta hinsvegar allir verið með viðburð í tengslum við hátíðina en boðið verður uppá svo kallaða "off-venue" dagskrá eða utan-dagskrá. Á utan-dagskrá getur þú haldið viðburð á hverju því sem þú vilt sýna.

Skipuleggjandi utan-dagskrár viðburðar sér sjálfur um að skipuleggja viðburðinn sinn.

Hægt er að skrá viðburði á utan-dagskrá til föstudagsins 13. september nk. Ýttu á hnappinn hér að neðan til að skrá viðburð.HVAÐ ÞARFT ÞÚ AÐ GERA?

  • Fjármagna viðburðinn

  • Skipuleggja viðburðinn

  • Finna stað til að halda viðburðinn

HVAÐ SJÁUM VIÐ UM?

  • Auglýsum viðburðinn á heimasíðunni okkar

  • Auglýsum viðburðinn á samfélagsmiðlum

  • Auglýsum viðburðinn í dagskránni okkar

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á netfanginu info@listin.is Einnig er veitt aðstoð við að fylla út formið sé þess óskað. 

List án landamæra