Viltu taka þátt í listamarkaði?

 

List án landamæra stendur fyrir listamarkaði í Gerðubergi 12. og 13. október sem hluta af List án landamæra 2019. Fatlaðir Listamenn, handverksfólk og hönnuðir geta skráð sig og selt verk sín.

Copy of 2442280991343.jpg

List án landamæra mun standa fyrir listamarkaði í Gerðubergi dagana 12. og 13. október. Markaðurinn er hluti af List án landamæra 2019. List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðra listamanna og að auka menningarlegt jafnrétti.

Hægt verður að selja listaverk, handverk og hönnun. Einstaklingar, hópar og vinnustaðir mega taka þátt í markaðnum. 

Það sem þú þarft að gera er að skrá þig, verðleggja og verðmerkja verkin og koma þeim til okkar!
Við sjáum um að setja upp markaðinn, sitja yfir honum á opnunartíma og auglýsa hann. 
Listamenn mega að sjálfsögðu bæði setja upp sín eigin verk og sitja yfir þeim óski þeir þess frekar. 

Til að skrá þig í þátttöku á markaðnum skaltu senda póst á info@listin.is

Í honum þarf að koma fram:

Nafnið þitt
Netfang
Símanúmer  
Hvernig verk þú ætlar að selja
(myndlist, handverk, hönnun)

Það er ekki nauðsynlegt að fá mynd af verkunum. Ef þú átt myndir þá máttu senda þær með. 

Hægt er að skrá sig til og með 4. október

List án landamæra mun taka 20% af söluverði og er það gjald einungis tekið vegna umsýslu við markaðinn. Markaðurinn er fyrst og fremst hugsaður sem tækifæri fyrir listamenn til þess að selja og sýna verk sín. 

List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðra listamanna og að auka menningarlegt jafnrétti.