Opið fyrir tilnefningar 2023!

Á afmælisári hátíðarinnar breytum við til og veljum
listafólk og listhópa í tveimur flokkum!

Vilt þú stinga upp á listafólki Listar án landamæra 2023?

Sendu okkur tilnefningu!

Það gerir þú með því að senda okkur póst á netfangið info@listin.is eða með því að fylla út eyðublaðið hér fyrir neðan.

Ef þú vilt fá aðstoð við að tilnefna (stinga upp á) þá getur þú hringt í okkur í síma: 6918756 eða sent okkur tölvupóst á info@listin.is og við hjálpum þér! 

Hægt er að tilnefna (stinga upp á) listafólki og listahópum í þessa tvo flokka:

  • Sviðslistir og tónlist 

    • Þau sem falla í þennan flokk eru: Leikarar, leikhópar, handritshöfundar, rithöfundar og ljóðskáld, danslistafólk, danshöfundar og danshópar, sirkus listafólk eða sirkus lista hópar, leikstjórar, kvikmyndagerðafólk og hópar, tónlistarfólk, hljómsveitir, kórar, plötusnúðar.

  • Myndlist og hönnun

    • Þau sem falla í þennan flokk eru: Myndlistafólk, myndlistahópar og hönnuðir sem vinna með ólíkan efnivið eins og til dæmis olíu, akríl, keramík, tréverk, textíl, ljósmyndir og videóverk og annan efnivið (listinn er ekki tæmandi). 


Hægt er að tilnefna til 17. febrúar

Dómnefnd mun sjá um að velja listafólk og tilkynna val í byrjun mars.

Með tilnefningunni skal fylgja:

  • Yfirlit af a.m.k. fimm verkum eftir listamanneskjuna eða listhópinn. Hægt er að senda ljósmyndir, hljóðupptöku, myndbönd, texta eða hvað sem hentar því listformi sem listamanneskjan eða listhópurinn vinnur í

  • Smá texti um listamanneskjuna eða listhópinn

  • Nafn, símanúmer og netfang hjá listamanneskju/listhópinn og þeim sem tilnefnir

Tilnefning telst einungis gild ef allar upplýsingar fylgja með.

Ertu með spurningar eða vantar þig aðstoð?

Ekki hika við að hafa samband við info@listin.is eða í síma 6918756

EÐA

Fylla út eyðublað hér:


Við auglýsum alltaf sérstaklega þegar hægt er að tilnefna listamann. Best er að skrá sig á póstlista hátíðarinnar hér að neðan til þess að missa ekki af tilkynningum.