Nú gefst tækifæri til að sjá hina stórkostlega sýningu Svarta Fugla, fyrir þau sem misstu af henni á hátíðinni í fyrra. Verkið verður aftur á fjölunum í eitt skipti í Tjarnarbíói, áður en hópurinn heldur utan í sýningarferð til Búlgaríu.
Svartir fuglar er nýtt dansverk eftir Láru Stefánsdóttur, spunnið út frá ljóðum Elísabetar Jökulsdóttur, úr bókinni sem nefnist “Sjáðu, sjáðu mig, það er eina leiðin til að elska mig”, og er samið sérstaklega fyrir Láru Þorsteinsdóttur.
Öll ættu að geta tengt við ljóðin því flest leitast við á lífsleiðinni að tengjast sinni innri fegurð, sínum kjarna, sannleika en þurfa oftar en ekki að takast á við allskonar skuggahliðar og tilfinningaárásir í leitinni að ljósinu, gleðinni, ástinni, kærleikanum.
Verkið var frumsýnt 2024 á hátíðinni List án landamæra, við mikið lof áhorfenda og gagnrýnenda. Íris Ásmundardóttir hlaut til að mynda tilnefningu til Grímuverðlaunanna 2025 sem dansari ársins fyrir verkið.
Verkið *Svartir fuglar* hefur hlotið boð frá Aquarius Era Festival í Búlgaríu, sem fer fram 15.–19. október 2025. Um er að ræða alþjóðlega listahátíð sem leggur á herslu á dans, leikhús og samtímalega tjáningu.
Ferðin er mikilvæg til að kynna íslenskt dansleikhús og samtímadans á alþjóðavettvangi, en einnig sem vettvangur fyrir sýnileika fatlaðra listamanna og þverfaglegt samtal við listafólk
frá öðrum löndum. Meðal þátttakenda er Lára Þorsteinsdóttir, sem er á einhverfurófi, og verður þetta hennar fyrsta framkoma á erlendri hátíð. Með henni dansa Íris Ásmundardóttir og Sigurður Edgar Andersen undir listrænni stjórn Láru Stefánsdóttur.
Sviðlistamiðstöð Íslands hefur styrkt hópinn og gert Svörtum fuglum kleift að taka þátt í menningarlegu samtali á erlendri grundu og til að láta raddir sem eru oft á jaðrinum, að fá i að hljóma hátt og skýrt á alþjóðlegu sviði.
Listrænt teymi
Danshöfundur/leikstjóri : Lára Stefánsdóttir
Dansarar: Lára Þorsteinsdóttir, Íris Ásmundardóttir, Sigurður Edgar Andersen
Ljóð & upplestur: Elísabet Jökulsdóttir
Tónlist: Stefán Franz Guðnason
Lýsing/tækni: Arnar Ingvarsson
Ljósmyndir: Christopher Lund
Umsjón með vídeógerð: Þorsteinn J. Vilhjálmsson