Myndlist án landamæra - myndir af myndlistarsýningum hátíðarinnar 2022

Embed Block
Add an embed URL or code. Learn more

För eftir ferð

20. október 2022 - 8. janúar 2023

Gerðarsafn

Sýningarskrá

Ljósmyndari: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir


Gulur, dökkgrænn, fjólublár…

15.-30. október 2022

Elfa Björk Jónsdóttir, heiðurslistamaður hátíðarinnar Listar án landamæra hélt einkasýninguna Gulur, dökkgrænn, fjólublár… í Sverrissal Hafnarborgar.

Á sýningunni getur að líta ný og nýleg verk eftir Elfu Björk Jónsdóttur – jafnt málverk, teikningar og keramik. Myndheimur listakonunnar byggir á samspili hins formræna og hins fígúratífa, þar sem hún notar hreina og tæra liti og tekur áhorfandann með sér í ferðalag um nýja heima. Þá sækir hún innblástur í náttúruna við gerð verka sinna og þar koma gjarnan fyrir ýmiss konar verur og mótíf sem sum hver finnast ekki í íslenskri náttúru.

Fyrirmyndir sækir Elfa Björk ýmist úr náttúrulífsbókum eða listasögunni og færir hún gjarnan myndefnið yfir í sinn einstaka myndheim. Í sumum verkanna má jafnvel segja að við fljúgum beint inn í iður myndanna, líkt og horft sé frá sjónarhorni arnarins. Svífum við þannig inn í litahaf þar sem mynstur og ólíkar litasamsetningar umlykja okkur og gleðja augað.

Elfa Björk Jónsdóttir býr og starfar á Sólheimum í Grímsnesi og vinnur þar daglega að listsköpun sinni. Hún hefur sótt námskeið í myndlist frá unga aldri, meðal annars í málaralist, teikningu og glerlist. Á Sólheimum hefur hún aðallega notið leiðsagnar Ólafs Más Guðmundssonar, myndlistarkennara og fagstjóra listasmiðju Sólheima. Verk Elfu Bjarkar hafa meðal annars verið sýnd í Ásmundarsal, Gallerí Gróttu, Listasafni Árnesinga og í Tékklandi.

Ljósmyndari: Leifur Wilberg Orrason


Rótarskot

12.-30. október 2022

Ygallery

Sýningarskrá

Ljósmyndir: Jóhanna Ásgeirsdóttir


Orð í belg

20. október - 17. nóvember 2022

Bókasafn Kópavogs

Sýningarskrá

Ljósmyndari: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir


Listaljós í austri

5. – 26. NÓVEMBER 2022 

Í SLÁTURHÚSINU MENNINGARMIÐSTÖÐ MÚLAÞINGS.


Verkefnið LISTA-LJÓS í AUSTRI skiptist í nokkur námskeið í listsköpun, handverki og hönnun og listasýningu á afrakstri þátttakenda námskeiðanna sem opnaði í Sláturhúsinu laugardaginn 5. nóvember 2022 kl. 13:00 og stendur til 26. nóvember 2022. Boðið var upp á léttar veitingar við opnun og Gyða Árnadóttir söng frumsamda tónlist.

Verkin eru sum hver með skírskotun til Hrekkjahátíðarinnar sem hefur átt sér tengingu við Daga Myrkurs á Austurlandi síðast liðin ár. Með verkefninu og sýningunni er leitast við að brúa bilið milli ólíkra samfélagshópa með sköpun að leiðarljósi. Þátttaka okkar austfirðinga hefur verið mikilvægt skref í þá átt að minna á alla þá skapandi einstaklinga sem hér búa og starfa allt frá því hátíðin var fyrst haldin fyrir um tveimur áratugum síðan.

Listafólkið sem nú sýnir hefur verið að vinna með ólíka miðla og m.a. skoðað samspil ljóss og skugga í frjálsri listsköpun, handverki og hönnun með fjölbreyttri tækni. Þátttakendurnir í listasmiðjunum koma frá Stólpa-hæfingu og iðju, Geðræktarmiðstöðinni Ásheimum,handavinnuhóps eldri borgara úr Hlymsdölum undir leiðsögn Birgittu Bóasdóttur en auk þeirra sýna nemendur Heiðdísar Höllu Bjarnadóttur í vöruhönnun og listum, Fjölnis Hlynssonar í skúlptúr og nemendur Lóu sjónlistum og listum á líðandi stundu verk sín. Aron Kale sem var valinn listamaður ársins 2018 hjá LIST ÁN LANDAMÆRA sýnir einnig nokkur verk en hann hefur notið handleiðslu Írisar Lindar Sævarsdóttur listakonu og listmeðferðarfræðings um nokkurt skeið. 

LISTA-LJÓS Í AUSTRI er styrkt af Múlaþingi, í samstarfi við Stólpa hæfingu/iðju, Geðræktarmiðstöðina Ásheima, eldri borgara í Hlymsdölum og nemenda af l Listnámsbraut ME, Sláturhúsið og List án landamæra.

Ljósmyndir: Lóa Björk Bragadóttir


Vænghaf

20. október - 17. nóvember

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sýningarskrá

Ljósmyndari: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

List án landamæra