Aron Kale er listamaður List án landamæra árið 2018

Listamaður List án landamæra árið 2018 er hinn stórkostlegi Aron Kale!Aron Kale er fæddur á Egilsstöðum þann 21. Júlí 1989. Aron Kale vinnur málverk og blýantsteikningar. Manneskjan og tilveran eru honum oft hugleikin í verkum sínum og notar hann myndlistina sem nokkurskonar úrvinnslu á hversdeginum. Aron Kale er margt til lista lagt hann hefur komið að leiklist, lagt stund á málun, þá er hann öllum stundum með blýantinn og blokkina uppi við og teiknar í frítíma sínum, tónlistin á hug hans allan og nýtur hann þess að koma fram þar sem hann fær tækifæri til að sýna og leyfa öðrum að sjá og heyra það sem að hann hefur skapað. Aron stundaði nám við Starfsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum og útskrifaðist þaðan 2012. Hann hefur verið mjög virkur þátttakandi í List án landamæra á Austurlandi allt frá árinu og hefur tekið þátt í fjölda samsýninga ásamt því að halda margar einkasýningar. Hann hefur tekið þátt í Lunga á Seyðisfirði og sýnt á samsýningu í Reykjavík. Verk eftir Aron Kale munu prýða allt markaðsefni hátíðarinnar ásamt því sem hann mun halda einkasýningu.List án landamæra í ár verður haldin dagana 3. - 13. maí.
ÓflokkaðIris