Minningarorð stjórnar um Guðrúnu Bergsdóttir

 

Guðrún Bergsdóttir, 1970 - 2024

Guðrúnar Bergsdóttur verður minnst sem mikillar listakonu sem snerti hjörtu allra sem kynntust henni og listinni hennar. Guðrún hefur verið okkur sem starfa við List án landamæra sérstaklega kær. Hún var valinn listamaður Listar án landamæra 2011 og segja má að ferill hennar spanni alla sögu hátíðarinnar. Hún tók þátt í fyrstu hátíð Listar án landamæra árið 2003 og var einnig þáttakandi á 20 ára afmælishátíðinni á síðastliðnu ári 2023. Stjórn Listar án landamæra er afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Framlag hennar til íslenskrar menningar er ómetanlegt. Útsaumsverkin hennar bera með sér mjög sterka og sérstæða listræna sýn. Fyrir utan þátttöku í myndlistarsýningum Listar án landamæra sýndi hún á Safnasafninu, Nýlistasafninu og Listasafni Reykjavíkur og að sjálfsögðu prýða verk hennar veggi á heimilum fólks. Hugur okkar er hjá fjölskyldu, vinum og aðstandendum Guðrúnar, við vottum öllum sem stóðu henni nærri dýpstu samúðarkveðjur.

Margrét Norðdahl tók saman yfirlit um ævistarfi Guðrúnar sem lesa má hér.

Stjórn Listar án landamæra

Ásta Sóley Haraldsdóttir
Gísli Björnsson
Guðríður Ólafs Ólafíudóttir
Helga Gísladóttir
Jóhanna Ásgeirsdóttir
Lára Þorsteinsdóttir
Margrét Pétursdóttir
Margrét M. Norðdahl
Ólafur Aðalsteinsson
Rósa Ragnarsdóttir
Steinunn Guðný Ágústsdóttir
Sunnefa Gerhardsdóttir

 
List án landamæra