Samsýning opin til 3. nóvember

Verk eftir Gígju Garðarsdóttur - Ljósmynd eftir Owen Fiene

Verk eftir Gígju Garðarsdóttur - Ljósmynd eftir Owen Fiene

Samsýning Listar án landamæra 2019 hefur verið framlengd til 3. nóvember nk. Við hvetjum alla sem ekki enn hafa lagt leið sína í Gerðuberg til að gera það og skoða þessa frábæru sýningu.

Á sýningunni er sjónum sérstaklega beint að þrívíðum verkum og verkum sem teygja sig úr hinu tvívíða yfir í hið þrívíða. Þannig má sjá teikningar sem lifna við í leirverkum, málaðar ofurhetjur og skúlptúra sem líkja eftir aukahlutum þeirra, fígúrur sem hafa verið skornar útí tré og prjónaðar í teppi og lifandi blóm sem hafa verið ræktuð upp af fræi og eftirmyndir þeirra sem skornar eru út í við. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt og er þeim ætlað að sýna alla þá breidd sem listamennirnir spanna.

Sýnendur eru: 
Atli Már Indriðason
Einar Baldursson
Erla Björk Sigmundsdóttir
Gígja Garðarsdóttir
Guðlaug Elísabet Jónatansdóttir
Guðmundur Stefán Guðmundsson
Guðrún Lára Aradóttir
Hanný María Haraldsdóttir
Halldóra Sigríður Bjarnadóttir
Kristján Ellert Arason
Lára Lilja Gunnarsdóttir
Matthías Már Einarsson
Sindri Ploder
Pálína Einarsdóttir
Þórunn Klara Hjálmarsdóttir
Ýr Jóhannsdóttir

List án landamæra