Óskað eftir tilnefningu til listamanns Listar án landamæra 2020

 
Frá einkasýningu Atla Más, listamanns Listar án landamæra 2019

Frá einkasýningu Atla Más, listamanns Listar án landamæra 2019

 

List án landamæra velur listamann ársins á hverju ári. Listamaðurinn og verk eftir hann fá sértakan heiðursess á hátíðinni það árið og verða verkin einnig notuð í kynningarefni um hátíðina.

Tilnefningar og ábendingar sendist í tölvupósti á info@listin.is í síðasta lagi föstudaginn 31. janúar 2020.

Með tilnefningu skulu fylgja eftirfarandi gögn:

  • Yfirlit af a.m.k. fimm verkum eftir listamanninn. Hægt er að senda ljósmyndir, upptökur, texta eða hvað sem hentar því listformi sem listamaðurinn vinnur í.

  • Ferilskrá listamannsins sem rekur fyrri sýningar / verkefni og listræn störf

  • Nafn, símanúmer og netfang hjá listamanni og þeim sem tilnefnir.

Allir geta tilnefnt listamann. Athugið að tilnefna má listamenn úr öllum listgreinum, hvort heldur sem er myndlist, ritlist, leiklist, dans, hönnun o.s.frv. Tilnefning telst einungis gild ef allar upplýsingar fylgja með. Hægt er að fá nánari upplýsingar og aðstoð með því að senda póst á info@listin.is.

List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á menningarlegt jafnrétti og að auka sýnileika fatlaðra listamanna í samfélaginu.

Listamaður List án landamæra 2019 var Atli Már Indriðason. Atli Már hélt einkasýningu í Listasal Mosfellsbæjar í maí 2019. Einnig opnaði hann einkasýningu á Safnasafninu í sama mánuði. Verk eftir hann prýddu allt markasefni hátíðarinnar, hann var áberandi í fjölmiðlum á árinu og gefinn var út bæklingur með verkum eftir hann. Hægt er að fylgjast með Atla á Facebook-síðu hans.

Bestu kveðjur,
stjórn Listar án landamæra 

List án landamæra