Mynd af sölubásum og fólki að versla á markaði Listar án landamæra í Ráðhúsi Reykjavíkur

Vilt þú selja verkin þín á listmarkaðnum 2025?

Ertu með spurningar? Sjáðu spurt og svarað hér neðar á síðunni

Skráðu þig hér:

Spurt og svarað

Hvar og hvenær verður markaðurinn?

Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík

Laugardag og sunnudag 8. og 9. nóvember, kl.13:00-17:00 báða dagana

Hvenær má ég setja upp básinn?

Það má mæta milli kl. 11:00 og 12:30 á laugardeginum til að setja upp básinn

Ef þú ert bara að selja á sunnudeginum, máttu mæta kl. 12:00 þann dag til að stilla upp

Hver má selja á markaðnum?

Markaðurinn er ætlaður fötluðu fólki til að selja það sem þau búa til sjálf

Hvernig skrái ég mig?

Með því að fylla út spurningarformið hér á vefsíðunni

Það má líka skrá sig með tölvupósti á info@listin.is Taktu þá fram: nafn, hvað þú ætlar að selja, reikningsnúmer og kennitölu (svo við getum lagt inn á þig söluna)

Hvað má selja á markaðnum?

List eða handverk sem þú hefur búið til

Til dæmis:

  • Teikningar, málverk, leirstyttur, prjónaðar eða heklaðar vörur, skartgripir, kerti, bollar eða annað leirtau sem þú hefur leirað eða málað á, tréskurður, útsaumur, föt sem þú hefur saumað eða breytt, leikföng, tækifæriskort, plaköt, prentverk og ljósmyndir

  • Þetta er ekki tæmandi listi og ef þú ert ekki viss hvort það sem þú vilt selja teljist sem handverk, þá máttu endilega hringja eða senda tölvupóst og spyrja (6974506 eða info@listin.is)

Hver fær peninginn?

List án landamæra tekur ekki prósentu af sölu, peningurinn fer allur til þeirra sem selja

Hver ákveður hvað hlutirnir eiga að kosta?

Þú ákveður verðið, en við getum hjálpað þér að ákveða það ef þú vilt

Kostar að leigja bás?

Nei, það er ókeypis að vera með bás á markaðnum

Hvernig eru básarnir og hvað fæ ég mikið pláss?

Hver seljandi fær eitt borð sem er ca. 2 metrar á lengd og 60 cm á breidd. Það eru bara borð og stólar á staðnum en þú mátt koma með skilrúm, slár eða annað til að hengja vörur upp til sýnis

Verður hægt að borga með bæði korti og peningum (reiðufé)?

Já, List án landamæra verður bæði með posa og skiptimynt

Við skráum niður hverja sölu og leggjum inn á þig greiðsluna

Hvað þarf ég að gera?

Þú þarft að sjá um að koma með vörurnar þínar og setja upp básinn þinn

Þú þarft að manna básinn þinn á meðan markaðurinn er opinn

Ekki þarf að taka niður básinn á milli daga

Hver sér um að afgreiða?

Þú afhendir vörurnar en List án landamæra verður með afgreiðsluborð og sér þar um að taka við peningum og greiðslukortum

Ef þú vilt, máttu vera með eigin posa og sjá um söluna á eigin vörum

Þarf ég að vera báða dagana?

Nei, þú ræður hvort þú ert báða dagana eða bara laugardag eða sunnudag Þú tekur það fram í skráningunni

Hvernig kem ég með vörurnar?

Það má stoppa örstutt fyrir utan Ráðhúsið á Vonarstræti til að bera dót inn svo þarf að færa bíla annað, til dæmis í bílakjallarann

Það má líka leggja beint í bílakjallarann, það er lyfta sem fer upp í salinn

Við getum hjálpað þér að bera inn og fengið vagn til að hlaða kössum á