Vilt þú selja verkin þín á listmarkaði listar án landamæra 2023?

Spurt og svarað

Hvar og hvenær verður markaðurinn?

  • Markaðurinn verður í Ráðhúsi Reykjavíkur 4. og 5. nóvember frá klukkan 13:00-17:00

  • Þau sem eru með bás að selja skulu mæta milli 11:00 og 12:30 til að raða upp básnum sínum

Hver má selja á markaðnum?

  • Hver sem er! Það þarf að samt að skrá sig með því að fylla út eyðublaðið hér á vefsíðunni eða með því að senda tölvupóst á info@listin.is

  • Í póstinum þarf að taka fram:

    • Nafn

    • Hvað þú ætlar að selja

    • Reikningsnúmer og kennitala

      • Við þurfum að geta lagt inn á þig það sem þú græðir á sölunni.

Hvað má selja á markaðnum?

  • Helst eitthvað sem þú hefur búið til sjálf/ur/t, til dæmis:

    • Teikningar, málverk, leirstyttur, prjónaðar eða heklaðar húfur/vettlinga/peysur/tuskur, skartigripi, kerti, bolla eða annað leirtau sem þú hefur leirað eða málað á, tréskurður, útsaumur, föt sem þú hefur saumað eða breytt, leikföng, tækifæriskort, plaköt, prentverk

Hver fær peninginn?

  • List án landamæra tekur ekki prósentu af sölu, peningurinn fer allur til þeirra sem selja

Hver ákveður hvað hlutirnir eiga að kosta?

  • Þú sjálf/ur/t, en við getum hjálpað þér að ákveða ef þú vilt

Kostar að leigja bás?

  • Nei, það kostar ekki

Hvernig eru básarnir?

  • Hver bás er bara borð og stóll eða stólar. Við erum ekki með skilrúm til að hengja málverk á eða fataslár fyrir föt, en getum reynt að redda slíku ef þú getur ekki komið með sjálf/ur/t.

Verður hægt að borga með korti?

  • Já! Við verðum með posa, skráum niður hverja sölu og leggjum inn á sölufólk

Verður hægt að borga með pening (reiðufé)?

  • Já, við verðum með skiptimynt og tökum við pening, skráum niður hverja sölu og leggjum inn á sölufólk

Skráning á markað

Búið er að loka fyrir skráningu á markaðinn, það komast ekki fleiri að í bili. Ef þú vilt skrá þig á biðlista má senda póst á info@listin.is og við látum þig vita ef pláss losnar!