Opið fyrir tilnefningar í listamann hátíðarinnar 2022

Frá vinstri: Lilja Alferðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra; Steinar Svan Birgisson, listamaður hátíðarinnar 2021; Helga Matthildur Viðarsdóttir, listamaður hátíðarinnar 2020; Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Mynd eftir Patrik Ontkovic.

Árlega velur hátíðin listamann ársins og getur hver sem er tilnefnt listamann. Listamaðurinn getur komið úr hvaða listgrein sem er. Verk eftir listamannin fá sértakan heiðursess á hátíðinni það árið og verða þau einnig notuð í kynningarefni um hátíðina.

Frestur til þess að tilnefna listamann hátíðarinnar 2022 er til 30. mars 2022.

Jóhanna Ásgeirsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, getur svarað öllum spurningum um tilnefningar, sendið bara póst á info@listin.is.

List án landamæra