Back to All Events

SAMFLOT Í LITHEIMA — OPNUN SAMSÝNINGAR Í GERÐUBERGI

  • Borgarbókasafnið Gerðubergi Gerðubergi 3-5 111 Reykjavík Iceland (map)

Samflot í litheima — sýningaropnun

Sýning Listar án landamæra sameinar verk listafólks, sem hvert á sinn hátt kannar víddir og möguleika litrófsins í ólíkum miðlum. Gestum er boðið að fljóta með inn í litaveröld þar sem abstrakt og fígúratíft mætast, kímni fléttast við kyrrð og furður leynast í hversdagsleika. 

Litir segja sögu án orða, þeir eru orkugjafar sem ferðast um taugakerfið og hver tónn hefur sína merkingu. Sum verk kalla strax til okkar með skörpum, björtum tónum – á meðan önnur bjóða til hægara samtals og leitandi íhugunar. Í samflotinu skynjum við og skiljum ótal sögur, tilfinningar og drauma, sem eru í senn persónulegar og sameiginlegar.


Mynd er eftir Berglindi Hrafnkelsdóttur