Opið fyrir tilnefningar í listamann hátíðarinnar 2021

 
Helga Matthildur Viðarsdóttir, listamaður hátíðarinnar 2020

Helga Matthildur Viðarsdóttir, listamaður hátíðarinnar 2020

 

List án landamæra verður haldin hátíðleg víðsvegar um höfuðborgarsvæðið í lok október og byrjun nóvember nú í haust 2021. Nánari staðsetningar og dagsetningar eru væntanlegar og munu birtast hér á vefnum.

Á hverju ári er valinn listamaður ársins sem fær sértakan heiðursess á hátíðinni það árið.

Öll geta tilnefnt listamann. Athugið að tilnefna má listafólk úr öllum listgreinum, hvort heldur sem er myndlist, tónlist, ritlist, leiklist, dans, hönnun o.s.frv.

Tilnefningar og ábendingar sendist í tölvupósti á info@listin.is í síðasta lagi þriðjudag 31. ágúst 2021.

ATHUGIÐ umsóknarfrestur hefur verið framlengur til miðnættis 5. september!

Með tilnefningunni skal fylgja:

  • Yfirlit af a.m.k. fimm verkum eftir listamanninn. Hægt er að senda ljósmyndir, upptökur, texta eða hvað sem hentar því listformi sem listamaðurinn vinnur í.

  • Ferilskrá listamannsins sem rekur fyrri sýningar / verkefni og listræn störf

  • Nafn, símanúmer og netfang hjá listamanni og þeim sem tilnefnir.

Tilnefning telst einungis gild ef allar upplýsingar fylgja með.

Ertu með spurningu eða vantar þig aðstoð?

Hægt er að fá nánari upplýsingar og aðstoð með því að senda póst á info@listin.is.

Listamaður hátíðarinnar 2020 var Helga Matthildur Viðarsdóttir. Hér er hún á einkasýningu af verkum hennar í Listasal Mosfellsbæjar.

Listamaður hátíðarinnar 2020 var Helga Matthildur Viðarsdóttir. Hér er hún á einkasýningu af verkum hennar í Listasal Mosfellsbæjar.

List án landamæra