Um inngildingu í Listum

Við skorum á íslenskan listheim að vinna markvisst að inngildingu
Við köllum liststofnanir, stjórnendur og stjórnvöld til ábyrgðar. Það er skýlaus ábyrgð liststofnana sem reknar eru með sameiginlegum sjóðum og stjórnenda þeirra að taka ábyrgð og vinna að inngildingu í samræmi við samfélagslegar skuldbindingar og Sáttmála Sameinuðu Þjóðana um málefni fatlaðs fólks.

Read More
List án landamæra
Opið kall: Auglýst eftir listafólki til að sýna í Gerðubergi á hátíðinni í haust

List án landamæra auglýsa eftir listafólki til að sýna á hátíðinni 2022!

Þemaið er Margir Heimar, allskonar líf.

Öll geta sótt um með hvernig list sem er: tónlist, myndlist, leiklist, dans, sögur, ljóð eða hvað sem er annað. Úr umsóknum verður valið inn í sýningar og viðburði í Gerðubergi á dagskrá List án landamæra í október 2022.

Hvað þýðir Margir heimar, allskonar líf? Lesið nánar hér!

Read More
List án landamæra
Dagskrá Listar án landamæra 2021

Nú er búið að birta dagskrá hátíðarinnar 2021! Hátíðin mun opna þann 26. október kl 17:00 með myndlistarsýningu, tónleikum og ræðuhöldum í Ráðhúsinu. Listamaður hátíðarinnar mun hljóta sérstaka viðurkenningu og öll dagskrá hátíðarinnar verður betur kynnt.

Dagskráin að neðan er ekki tæmandi, fleiri viðburðir munu bætast við. Lifandi dagskrá með nánari upplýsinum um hvern viðburð verður aðgengileg hér á vefnum.

Við hlökkum mikið til að bjóða ykkur velkomin í tveggja vikna menningarveislu!

Read More
List án landamæra